Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Page 42

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Page 42
42 TMM 2016 · 2 Þröstur Ólafsson Alþýðuhreyfingar, útópíur og tálsýn tíðarandans „Vandinn við okkar tíma er sá að framtíðin er ekki sú sem hún er vön að vera,“ sagði Paul Valery hinn franski. Síðan þessi skáldlegu og andríku orð féllu er liðinn nokkuð langur og afdrifaríkur tími. Sýn mannsins á heiminn og á sjálfan sig hefur breyst. En það breytir því ekki … „að framtíðin er ekki sú, sem hún er vön að vera.“ Á öllum tímum reynum við að útskýra, hver séu hreyfiöfl sögunnar, orsaka sambönd pólitískra athafna, og hver sé hugmyndaheimur stjórn- málanna. Hvað gefi vísbendingar um þann tíðaranda sem umlykur okkur og hvað sé framundan. Það voru þeir Hegel og Marx sem mótuðu sýn margra kynslóða á þró- unar öfl sögunnar. Hugmynd marxismans um stéttasamfélagið var reist á díalektískum átökum andstæðna, vinnu og auðmagns, öreigastéttar og auð- stéttar. Þessi söguskoðun var eldsneytið í sósíalismann allt uppúr miðbiki nítjándu aldar og fram á okkar öld. Stéttabaráttan var í senn tilvísun tímans og tíðarandinn sjálfur. Þannig voru þjóðfélagsgerðin og þjóðfélagsátök skýrð út frá hugmyndafræðilegum forsendum. Sumir marxistar töldu þessa skýringu altæka. Nú er orðið sjaldgæfara að leita skýringa á þróun samfélagsins með tilvís- unum í stéttaátök. Hefðbundin stéttaátök eru ekki fyrirferðarmikil lengur og pólitískar atlögur milli kapítalisma og sósíalisma eða þeirra beggja við kommúnismann eru ekki áberandi. Verkföll eru litin hornauga. Kjara- samningar eru leystir tæknilega inná skrifstofum af sérhæfðu fólki. Merking hugtakanna sósíalismi og kommúnismi hefur líka dofnað. Í Kína býr meira en helmingur allra milljarðamæringa heimsins. Hvergi eru and- stæður auðs og örbirgðar nöturlegri en þar. Félagsleg ábyrgð samfélagsins er óvíða minni. Þó skreytir ríkið sig með nafnbótinni „Alþýðulýðveldi“ og alræðisflokkurinn heitir Kommúnistaflokkur Kína. Með þeirri friðsamlegu byltingu sem varð í austur Evrópu og leiddi til hruns Sovétríkjanna og Berlínarmúrsins á árunum 1989–1991, urðu mikil vatnaskil í pólitískri sögu og þróun heimsins. Ekki bara að kommúnisminn hyrfi af leiksviði sögunnar, heldur kvöddu í framhaldinu hinn heims-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.