Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Side 45

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Side 45
A l þ ý ð u h r e y f i n g a r , ú t ó p í u r o g t á l s ý n t í ð a r a n d a n s TMM 2016 · 2 45 því að við teljum kerfi hennar vera árangursríkt. En það leiðir hins vegar til ákveðinnar pólitískrar kyrrstöðu. Það er eins og framtíðin hverfi úr hugum okkar öðru vísi en í umgjörð nýfrjálshyggjunnar. Í huga okkar afmáum við vissa samfélagslega framtíð með því að gleyma okkur í nútímanum. Við vesturlandabúar búum við meira öryggi, frið og velmegun en nokkur kynslóð á undan okkur. Þessi velmegun dregur eðlilega úr löngun okkar til að hugsa til breytinga á samfélaginu. Einhvers konar pólitísk tómhyggja ræður ríkjum. Við erum nefnilega hætt að trúa því að til sé hagskipan sem virki betur en kapítalismi bragðbættur með nýfrjálshyggju. Útópían En af hverju fullyrði ég að það sé afleiðing nýfrjálshyggju að við séum stöðnuð í aðdáun á samtímanum? Við höfum þegar minnst á seiðmögnun vel megunarinnar. Af hverju sagði ég að hún sargi sundur samhengi tím- anna? Það var nefnilega svo, að í eina tíð hafði verið lofað breytingum á þjóð- félaginu, á kapítalismanum, einkum af alþýðuhreyfingum sem áttu uppruna sinn í fátækt og undirokun. Kynslóðir börðust með það fyrirheit á vörum að breytingar kæmu. Loforðið var hugsjónin um samfélag sem ekki var, útópían, staðleysan. Útópían var nauðsynleg til að við gætum breytt sam- félagi nútímans. Og mannkynið veit af þessu loforði. Það veit að kapítalismi í nýfrjálshyggjustíl er ekki endalok tímans. Frelsi, jafnrétti og bræðralag voru einu sinni stefnumörk eða gildi, sem sett voru á pólitíska dagskrá heimsbyggðarinnar, sem framtíðarsýn – útópía – til að við gætum notið þeirra í samtíðinni – núna í dag. Framtíðin varð nútíð. Þetta samhengi hefur verið rofið. Ef við teljum upplýst lýðræðissamfélag, jafnrétti og jöfnuð, jafnræði kynj- anna, mannréttindi, virðingu og vernd einstaklingsins og jafnan rétt til mennt unar vera vinstrisinnuð gildi, þá getum við sagt að framtíðin hafi alltaf verið til vinstri. Framtíðin var ætlunarverk hreyfinga vinstrimanna, jafnaðarmanna. Fortíðin var aldrei viðmiðun alþýðuhreyfinga. Þess vegna þurfum við að endurvekja framtíðina, gera hana aftur að útópíu vinstri manna. Við þurfum á ný að finna leið til að úthugsa nútímann frá sjónar- horni framtíðarinnar. Þannig breytir útópían deginum í dag. Sveitaútópía Jónasar frá Hriflu En pólitískar draumsýnir geta átt mismunandi rætur. Þær geta líka tekið mið af rómantískri endursköpun fortíðar. Þegar núverandi ríkisstjórn var mynduð, var eftir því tekið, að það gerðist með sterkri skírskotun til Jón- asar frá Hriflu. Samfélagssýn hans var fyrirmyndin. Stjórnarsáttmálinn og ummæli öll bera þess vitni.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.