Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Blaðsíða 45
A l þ ý ð u h r e y f i n g a r , ú t ó p í u r o g t á l s ý n t í ð a r a n d a n s
TMM 2016 · 2 45
því að við teljum kerfi hennar vera árangursríkt. En það leiðir hins vegar til
ákveðinnar pólitískrar kyrrstöðu. Það er eins og framtíðin hverfi úr hugum
okkar öðru vísi en í umgjörð nýfrjálshyggjunnar. Í huga okkar afmáum við
vissa samfélagslega framtíð með því að gleyma okkur í nútímanum.
Við vesturlandabúar búum við meira öryggi, frið og velmegun en nokkur
kynslóð á undan okkur. Þessi velmegun dregur eðlilega úr löngun okkar
til að hugsa til breytinga á samfélaginu. Einhvers konar pólitísk tómhyggja
ræður ríkjum. Við erum nefnilega hætt að trúa því að til sé hagskipan sem
virki betur en kapítalismi bragðbættur með nýfrjálshyggju.
Útópían
En af hverju fullyrði ég að það sé afleiðing nýfrjálshyggju að við séum
stöðnuð í aðdáun á samtímanum? Við höfum þegar minnst á seiðmögnun
vel megunarinnar. Af hverju sagði ég að hún sargi sundur samhengi tím-
anna?
Það var nefnilega svo, að í eina tíð hafði verið lofað breytingum á þjóð-
félaginu, á kapítalismanum, einkum af alþýðuhreyfingum sem áttu uppruna
sinn í fátækt og undirokun. Kynslóðir börðust með það fyrirheit á vörum
að breytingar kæmu. Loforðið var hugsjónin um samfélag sem ekki var,
útópían, staðleysan. Útópían var nauðsynleg til að við gætum breytt sam-
félagi nútímans. Og mannkynið veit af þessu loforði. Það veit að kapítalismi
í nýfrjálshyggjustíl er ekki endalok tímans.
Frelsi, jafnrétti og bræðralag voru einu sinni stefnumörk eða gildi, sem sett
voru á pólitíska dagskrá heimsbyggðarinnar, sem framtíðarsýn – útópía – til
að við gætum notið þeirra í samtíðinni – núna í dag. Framtíðin varð nútíð.
Þetta samhengi hefur verið rofið.
Ef við teljum upplýst lýðræðissamfélag, jafnrétti og jöfnuð, jafnræði kynj-
anna, mannréttindi, virðingu og vernd einstaklingsins og jafnan rétt til
mennt unar vera vinstrisinnuð gildi, þá getum við sagt að framtíðin hafi
alltaf verið til vinstri. Framtíðin var ætlunarverk hreyfinga vinstrimanna,
jafnaðarmanna. Fortíðin var aldrei viðmiðun alþýðuhreyfinga. Þess vegna
þurfum við að endurvekja framtíðina, gera hana aftur að útópíu vinstri
manna. Við þurfum á ný að finna leið til að úthugsa nútímann frá sjónar-
horni framtíðarinnar. Þannig breytir útópían deginum í dag.
Sveitaútópía Jónasar frá Hriflu
En pólitískar draumsýnir geta átt mismunandi rætur. Þær geta líka tekið
mið af rómantískri endursköpun fortíðar. Þegar núverandi ríkisstjórn var
mynduð, var eftir því tekið, að það gerðist með sterkri skírskotun til Jón-
asar frá Hriflu. Samfélagssýn hans var fyrirmyndin. Stjórnarsáttmálinn og
ummæli öll bera þess vitni.