Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Síða 47

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Síða 47
A l þ ý ð u h r e y f i n g a r , ú t ó p í u r o g t á l s ý n t í ð a r a n d a n s TMM 2016 · 2 47 Þessum ungmennum reyndist erfitt að slíta sig frá henni. Það voru aðeins slitrur úr þessari bændahreyfingu sem gengu til liðs við alþýðuhreyfingu jafnaðarmanna. Einnig ber að minnast á ágreining jafnaðarmanna sjálfra um útópíuna, sem síðar leiddi til hatrammra átaka, klofnings og gagnkvæmrar útskúfunar. En því er ekki ætlað rými hér. Þegar jafnaðarmenn tóku þátt í ríkisstjórnum var staða þeirra jafnan á hliðarlínunni – til hliðar við Jónas. Fylgdarsveinahlutverk þeirra olli því að þeir náðu aldrei þeirri pólitísku fótfestu, að hafa heildaráhrif á uppbyggingu og mótun samfélagsins. Klofningur Héðins og þátttaka sósíalista í Nýsköp- unarstjórninni innsigluðu enn frekar þá löskuðu stöðu sem hreyfing jafn- aðarmanna var komin í. Jafnaðarstefnan skaut því aldrei sömu djúpu rótum hérlendis sem á hinum Norðurlöndunum. Hún varð aldrei grunnstoð samfélagsins eins og þar. Þrátt fyrir það ávannst margt sem fáir vildu vera án, og sem bætti líf alþýðufólks umtals- vert. Hvað lifði af? En þróunin varð ekki umflúin. Tíminn vann á móti Jónasi. Þrátt fyrir öfl ugan og langvarandi stuðning fækkaði sífellt í sveitunum og innviðir þeirra veiktust. Samvinnustefnan varð undir. Forystusveit samvinnuhreyf- ingarinnar, sem alist hafði upp í velgengni og undir pólitískum verndarvæng Framsóknarflokksins, en var jafnframt bundin af stefnu hans, fann engin svör við tíðarandanum. Samfélagsþróunin tók fram úr þjóðfélagsmódeli Jón- asar, sem byggði á því að endurlífga fortíðina. Kerfi hans hlaut að líða undir lok. Forystusveit með áttskakkan kompás hafði hvorki þrótt, vilja, né þekk- ingu til að endurhanna stefnuna. Þegar útópía Jónasar tók að blikna, skrapp fylgi við Framsóknarflokkinn saman. Voldug og áhrifamikil samvinnuhreyfing, samvinnuskólinn, héraðsskól- arnir, Landnám ríkisins, allt er þetta horfið á braut. Og ég vil bæta því við, að það er mikil eftirsjá að samvinnustefnunni. Það sem enn lifir góðu lífi er opinber framfærsla úrelts landbúnaðarkerfis og ójafn kosningaréttur. Hann er nú valdaleg forsenda ný endurvakinnar landbúnaðar- og dreifbýlisstefnu. Nú – þegar bráðum tveir áratugir eru liðnir af 21. öldinni og liðlega 150 ár frá evrópsku byltingunum, hefur íslensku þjóðinni enn ekki tekist að jafna kosningaréttinn, þótt vissulega hafi hún innleyst kröfu evrópsku bylt ing- anna um almennan kosningarétt. Samsetning alþingis endurspeglar því ekki þjóðina sem heild og þar af leiðandi gera lögin, sem þaðan koma, það ekki endilega heldur. Alþingi Íslendinga er því ekki þjóðþing í þess göfugustu merkingu. Það er einörð skoðun mín, að ekkert eitt atriði í pólitísku stjórnskipulagi Íslands endurspegli á jafn nöturlegan hátt sögulegt magnleysi alþýðuhreyf-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.