Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Síða 48

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Síða 48
Þ r ö s t u r Ó l a f s s o n 48 TMM 2016 · 2 inga jafnaðarmanna eins og það misvægi atkvæða, sem enn ríkir hér, eins og hvert annað náttúrulögmál. Staða stjórnmálaflokka Frá upphafi þessarar aldar hefur verið í gangi mikil breyting á stöðu stjórn- málaflokka um alla álfuna. Sú líflega skoðanamyndun og almenna umræða sem áður átti sér stað innan evrópskra stjórnmálaflokka, einnig hér, er ekki nema svipur hjá sjón. Flokksfélögum hefur fækkað og eru nú aðeins lítið brot kjósenda. Nýjustu flokkarnir hafa enga skráða meðlimi. Flokkarnir hafa því glatað hæfileika sínum til að vera sú mikilvæga brú milli þjóðar og pólitískra stofnana ríkisins sem þeir einu sinni voru. Þjóðþingin eru lítillækkuð í þá stöðu að vera leiksoppur eða leikfang flokkanna, sem veldur því að þjóðirnar vantreysta báðum – flokkunum og þjóð þingunum. Einnig hér á landi. Stefnuskrár flokka og pólitískar lífsskoð- anir þykja gamaldags. Nú eru evrópskir flokkar reknir eins og straumlínulöguð fyrirtæki, þar sem formaðurinn og ímynd hans er talin skipta mestu máli fyrir árangur flokksins. Persónur ýta stefnuskrám til hliðar. Fólk er með eða móti Merkel, með eða móti Hollande, Cameron o.s.frv.. Við gætum heimfært þetta á íslenska formenn, Árna Pál, Sigmund Davíð eða Bjarna Ben. Dugi þeir ekki, er þeim ýtt til hliðar. Ásýnd og ímynd ræður öllu. Ég gat þess hér í upphafi að sýn mannsins á sjálfan sig hafi breyst. Staf- ræna byltingin hefur haft sín áhrif. Við erum öll jöfn á fésbókinni og þar er enginn foringi. Þar tekur hver mið af sjálfum sér. Fólk er orðið sjálfsækið. Margir bera eigin getu ekki lengur saman við afreksgetu, heldur eingöngu við sjálfa sig. Horfa í spegil og þykir harla gott. Í því sambandi má nefna allan þann fjölda sem telur sig ráða við embætti forseta Íslands. Sama sjálfs- hyggja smitast inn í stjórnmálaflokkana. Binding við þá er talin tímaskekkja. Stöðug þjóðaratkvæði eiga að koma í staðinn fyrir flokkslýðræði þjóðþing- anna. Brúin milli þjóðar og þings skal vera þjóðaratkvæðið. Hætt er við að þetta byrgi pólitísku samhengi sýn, ýti samfélagslegri og samflokkslegri hugsun til hliðar, því flokkarnir varðveittu samfélagssýnina, hver á sinn hátt. Hér mætti einnig bæta við tíðaranda nýfrjálshyggjunnar, sem minnst var á að framan. Hann er einnig hér að verki. Sögðum við ekki að hann sliti sundur samhengi tímans? Jafnaðarmannaflokkur Íslands Niðurstöður þessarar léttstígu yfirferðar um stöðu stjórnmálaflokka í álfunni, má einnig heimfæra á þann flokk, sem flestir lifandi leiðtogar íslenskra jafnaðarmanna höfðu forystu um að stofna – Samfylkinguna. Eitthvað brást hrapallega. Flokkur sem ekki nær tveggja stafa fylgi í könn-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.