Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Page 50

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Page 50
Þ r ö s t u r Ó l a f s s o n 50 TMM 2016 · 2 Hér erum við enn og aftur komin á þekkta brautarstöð. Evrópsku og nor- rænu krataflokkarnir vissu í upphafi hvar þeir áttu að staðsetja sig á and- legu og pólitísku landakorti fólksins. Þeir vissu að boðskapurinn þurfti að snerta tilfinningalíf fólksins, vekja með því ástríðu, koma því í uppnám. Ef það tækist þá yrði flokkurinn heimili þess. Forystufólk þessara flokka vissi mætavel að lærdómur og vitsmunir hrökkva skammt, ef tilfinningin fylgdi ekki með, því næra þyrfti ástríðuna. Hreinn vitsmunaflokkur yrði aldrei heimili fólksins, hversu klókur og viturlegur sem málflutningurinn annars væri. Í aðalatriðum gildir þetta enn. Þegar jafnaðarmenn fara á ný að horfa á nútímann af sjónarhóli framtíðarinnar, verður ástríðan og tilfinningin að eiga þar sinn sess. Innantóm og nagandi neysluboðun og nauðhyggja hagvaxtarátrúnaðarins eru gengin sér til húðar. Þau eru fortíð sem vekja frekar óvissu og óþægindi en hrifningu. Hreyfing nýrra náttúruverndar- sjónarmiða, á seinni hluta liðinnar aldar, kafnaði að mestu í skruðningum hagvaxtarhyggjunnar og náði aldrei landfestu á hugmyndaströnd jafnaðar- manna. Þess gjalda þeir nú. Víðara sjónarhorn Við hófum þessa lautarferð með því að skoða nýjar viðmiðanir stjórn mál- anna; að fjölmargir sæki ekki skoðanalegar viðmiðanir lengur til fram- tíðar sýnar – heldur með afturhvarfi til fortíðar. Við sögðum að hrun Sovét- ríkjanna, Berlínarmúrsins og kommúnismans hefðu verið vatnaskil í nútíma stjórnmálasögu heimsins. En það er fleira sem breytt hefur gamalkunnum skírskotunum til stéttasamfélagsins sem megin átakasvæðis í pólitíkinni. Það sem breyst hefur undanfarna áratugi – og sem einnig má rekja til loka níunda áratugs liðinnar aldar, er hnattvæðingin – hún hefur umturnað skipulagi heimsviðskipta, svo trauðla verður aftur snúið; vörur, þjónusta, vinnuafl, fjármagn og auðhyggja flæða yfir allan heiminn, framhjá öllum landamærum, tillitslaus og brútal. Í senn uppbyggileg og styrkjandi fyrir suma, en jafnframt eyðileggjandi og veikjandi fyrir aðra. Atvinnuleysið og vonleysi þess, hungur og örvænting; upplausnin og stríðin í Austurlöndum nær og straumar flóttafólks þaðan, og hryðjuverkin – allt eru þetta líka, en ekki bara, afleiðingar hnattvæðingarinnar. Í vestrænum samfélögum verður framandi fólk, lítt skiljanleg tungumál, óþekktir siðir og annars konar trúarbrögð sífellt fyrirferðameiri. Þjóðleg hagkerfi fara úr skorðum. Þau nýju ekki orðin til. Fólk er hrætt við að missa öryggi sitt og samsömun við eigin trúarbrögð og þjóðlega menningu sína. Hér erum við aftur komin að átökum milli fortíðar, nútíðar og framtíðar. Í eigin álfu erum við áhorfendur að rimmu milli þeirra sem aðhyllast svo- kallaða þjóðríkis- eða smáríkjalausn annars vegar og hinna sem kjósa það sem nefna má Evrópulausn hins vegar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.