Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Side 51

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Side 51
A l þ ý ð u h r e y f i n g a r , ú t ó p í u r o g t á l s ý n t í ð a r a n d a n s TMM 2016 · 2 51 Þeir sem kjósa smáríkjalausn vilja verjast glundroðanum og óvissri fram- tíð með því að loka landamærum, stjórna efnahagsmálum sínum sjálf og forðast framandi fólk. Þeir óttast hnattvædda framtíð, vilja snúa af leið. Þeim finnst of margt vera á hverfanda hveli. Fullveldi og ídentítet eru baráttuorð þeirra, hugtök sem vísa til fortíðar, gamalla siða, eigin trúarbragða, menn- ingar sem er, en verður ekki – til veraldar sem var, en er ekki. Hver og ein þjóð otar sínum tota. Ef við viljum finna pólitíska fulltrúa þessara hópa þá má nefna Donald Trump, Marine le Pen þá frönsku, Pútín, Erdógan hinn tyrkneska og Orban þann ungverska. Þeir sem aðhyllast Evrópulausn líta hins vegar svo á að hnattvæðingin sé staðreynd, og ekki verði snúið til baka. Hún hafi kosti en hún varpi jafnframt stórum skuggum. Sameiginlega megi draga úr neikvæðum áhrifum hennar og nýta sér kosti hennar. Ef hver og ein þjóð otar sínum litla tota, verði það vonlítið. Víggirt eða lokuð landamæri, ógagnsæ valdsmannleg stjórnkerfi og gagnrýnislaus samfélög dragi úr samkeppnishæfni og áræðni. Það geri nei- kvæðar afleiðingar hnattvæðingarinnar verri. Þeir vilja að glímt verði við vandamálin innan stofnana Evrópusambandsins og leyst sameiginlega af meðlimaríkjum þess. Áhangendur Evrópulausnarinnar segja að hnattvædd framtíð sé óhugs- andi án þess að deila með öðrum; vinnu, velmegun, siðum, menningu, trúar brögðum og einnig að hluta – fullveldi. Þeir tala fyrir opnum landa- mærum, hreyfanleika milli atvinnusvæða, frjálsum og opnum viðskiptum og hnatt rænum samfélagsbreytingum innan laga og reglna réttarríkis, lýð- ræðis og mannréttinda. Sé einhver einn stjórnmálamaður fulltrúi þessara sjónarmiða, þá er það Angela Merkel. Sú lausn að taka heildstætt á vanda nútímans á erfitt uppdráttar um þessar mundir, því hún skírskotar til hins óþekkta, vill byggja upp nýtt og nokkuð framandi heimili. Það gengur skrykkjótt og flækjustigin eru mörg. Gamla lausnin er hins vegar þekkt, vafningarnir færri. Þessi átök milli fortíðar og framtíðar skapa mikinn glundroða, já fjand- skap nú um sinn. Í því róti þrífast hálf fasískir og pópúlískir flokkar og hreyfingar, sem aldrei fyrr, því þar gilda fullyrðingar og einfaldar skýringar meir en flókin greining. Lýðskrum og pópúlismi skjóta ekki hvað síst rótum þar sem jafnaðar- flokkar hafa vanrækt tilfinningaræturnar og ná ekki eyrum almenn- ings. Stærsti hluti áhangenda pópúlískra flokka er óöruggur og hræddur almúginn, hræddur við óvissuna. Mörg úr þeirra hópum líta vonaraugum til svokallaðra sterkra leiðtoga, og virðast reiðubúin til að fallast á að dregið verði úr lýðréttindum og frelsi til að tryggja öryggi gegn því óþekkta. Það vekur athygli að evrópskir jafnaðarmenn hafa flestir skipað sér á bekk
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.