Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Side 54

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Side 54
54 TMM 2016 · 2 Þórunn Jarla Valdimarsdóttir Umskurður hugarfarsins Ég flaug hingað suður til Gíneu Conakry á dansnámskeið sem heiðurshjónin Mamady Sano og Sandra Erlingsdóttir standa árlega fyrir. Við njótum hér aðstoðar trymbla og kennara úr Les Merveilles ballettinum. Við afródítur hingað flognar höfum mislengi stundað afrískan dans í bakhúsi sem kennt er við kram á horni Skólavörðustígs og Bergstaðastrætis, dans og leiksmiðju. Það hefur í fjörutíu ár kennt ýmsa kroppmennt sem tónlist laðar fram fremur en mæling íþróttanna. Afríkudans Kramhússins á kvenkyns áhangendur í tugatali, en fáar þeirra eiga fé og heimangengt svo við erum bara fimm í þessari ferð. Eini íslenski karlinn sem hefur haft vit á að sækja afríska búkmenntun í Kramhús á síðari árum er Samúel Samúelsson, básúnuleikari og hljómsveitarstjóri. Hér í Gíneu dansa karlar og konur jafnt, sem við sáum á sýningu Les Merveilles ballettsins í gærkvöldi. Almenn dansmenning heima er vanþróuð, eins og ýmislegt fleira sem við erum of heimablind til að sjá. Allsnægtar-bumbur eru við völd og veik bök af því að klessa hrygginn sífellt saman sitjandi og standandi beinn, í stað þess sitja á hækjum sér að teygja rófuna og dilla rassi. Við flugum niður Vesturströnd Afríku, yfir Marokkó, Máritaníu, Senegal og Gambíu. Dökk hönd hóstamanns rennur upp á flugstólinn aftan við mig. Önnur dökkbrún hönd teygir sig upp flugstólinn framan við mig. Ebólu- land, Þórunn, móðurland Ebólunnar. Búið er að hræða mig dauða með ræpusögum frá Afríku. Sigrún barnaskólasystir fékk eyðni í Gíneu í svona afródansferð. Í sjúkratjaldi fékk hún skítuga sprautu, sagði hún í sjónvarpinu og ég dáðist að henni að stíga fram með eyðni sína. Gínea Conakry Landið ber nafn Gíneuflóa. Þegar Portúgalar sigldu fyrstir fölskinna hingað um miðja 15. öld nefndu þeir íbúana Gíneusa, til aðgreiningar frá Márum og Berbum norðar á vesturströnd Afríku. Nafnið rann fljótt í munni Portú- gala af fólkinu á landið. Sagt er að fyrstu Portúgalarnir sem réru í land hafi bent á konur á ströndinni eitt spurningarmerki í framan og þær hafi bent fingri á bringu og svarað Gíní sem þýðir kona. Gínea er land kvennanna. Kórrétt því konur hér eru sérlega fagrar og sterkar, miðað við karlpeninginn,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.