Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Side 58
Þ ó r u n n J a r l a Va l d i m a r s d ó t t i r
58 TMM 2016 · 2
matvæla, úthafsveiðum og landbúnaði. Evrópa rembdist þess á milli eins og
hún gat við að fara í stríð að ná í feng og fækka fólki, með æ betri vopnum,
loks byssum og fallbyssum, en sama var hvernig karlmenn kepptust við að
drepa hver annan í Evrópustríðum, úr hverri grein sem skotin var af spruttu
þrjár nýjar.
Þá föttuðu Portúgalar að sigla suður með Afríku að ná sér í feng og
Kólumbus rann vestur yfir úthaf og ekki fram af heldur til Ameríku og fyllti
Spán af gulli. Þá vaknaði sjúk græðgi og hófst sá viðbjóður er Evrópa lagði
heiminn undir sig með purkunarlausu ofbeldi, yfirgangi, þjóðarmorðum
og ránum. Heilu menningarsamfélögin voru rústir einar. Endalausar millj-
ónir í valnum, sjúkdómar hjálpuðu til. Frumbyggjum Norður-Ameríku
var næstum útrýmt. Til að fylla í skarð dauðra Indjána og fá þræla var tólf
milljónum Afríkumanna, hér í Gíneu og í löndunum í kringum mig, troðið
í þrælaskip. Góða kristna Evrópa kokkaði sér þau fræði að heiðið fólk væri
dýr sem kvelja mætti, myrða og fara með að vild. Samt er samtímafólk þriðja
heims svo ljúft að smæla til okkar fölskinna sem hættum okkur hingað, vel
fjáð, sprautuð, rugluð og sektarkindarleg.
Guði sé lof að mannkynssagan er lágt skrifuð og gleymd. Annars væru
alvöru hryðjuverk í gangi um allan hinn subburíka hvítheim og þriðji
heimurinn krefðist þess að fá bætur fyrir aldalanga nauðgun. Skoðum Tas-
maníu, til dæmis. Þangað fóru hvítir Ástralir á skytterí og skutu heila þjóð
útdauða. Til að geta gert sér gott af landinu þeirra. Það er sama sagan alls-
staðar, nýlendusagan ljótari en nokkur getur hugsað. Í BNA voru 20 dollarar
greiddir fyrir höfuðleður á barni. Hvít sekt er þung, fyrir þá sem þekkja
söguna og hafa samvisku. Í þessu ljósi, með svona kynþáttar-undirvitund,
er eðlilegt að við kveljumst af vellystingum, sílspikuð, þunglynd og vansæl.
Eðlilega verður manni bumbult af blóðpyntuðum ránsfeng. Þeir gátu ekki
einu sinni gefið innfæddum í BNA orð, hugtak, heldur kalla þá Indverja.
Nú eru margir sem hafa sæmileg ráð ferðaglaðir, mannkyn vill hittast
og kynnast og renna saman aftur. Skítum út plánetuna og eyðileggjum í
leiðinni. Ég reyni að lina flug-samviskubit mitt með því að miðla því sem ég
nam í ferðinni.
Er gjörsamlega heilluð af Afríku. Kann hér sem annars staðar, stóra barnið
sem ég er, að hafa hjartað opið, falla fyrir og hverfa inn og gleyma hver ég er.
Það fyllir mig ólýsanlegri lotningu að standa undir tröllstórum kókospálma,
snerta hann og líta upp þessa einstöku skepnu jurtaríkis, það finnst varla
stærri og glæsilegri lífvera í ríki Flóru. Einskonar gíraffi í ríki Fánu. Ég er í
höfuðborginni Conakry, rétt norðan við miðbaug. Næst þegar máni fyllist
flýg ég heim. Rafmagnsmengun er lítil hér í höfuðstaðnum, svo að tunglið
er fyrirtaks almanak.