Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Side 62

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Side 62
Þ ó r u n n J a r l a Va l d i m a r s d ó t t i r 62 TMM 2016 · 2 Hér læri ég þolinmæði, systur slökunar og fell smám saman mjúklega inn í sjálfa mig. Við sofum fjórar í herbergi og það fer yndislega um okkur. Tvær í stórri koju og tvær í hjónasæng. Heima byrja ég daginn á því að drekka grænt te með sojamjólk úr heilum katli. Svo gufuþrýstings kaffi með heitri mjólk. Hér drekk ég bara vatn. Ótrúlegt magn vatns fer í að rækta kaffi og te. Skrítnun jarðar (global weirding, því ekki hlýnar alls staðar) ógnar vatns- búskap ræktunarsvæða. Lífsgæði eru fyrst og fremst, á eftir daglegu brauði, slökun, því þar býr hamingjan. Slökun, lítið eitt af hollum mat, vatn í stað æsidrykkja og alhliða hreyfing gefur hamingju. Þetta hef ég lært hér á sjálfri mér og það er besti skólinn. Bjór er líka góður, hann selja kristnir hér í Conakry. Enginn virðist drekka sterkara. Telja má aðra fölskinna sem við höfum hitt hér á fingrum annarrar og undantekningarlaust dró dans og rytmi þá hingað. Þess vegna keypti ég gott upptökutæki áður en ég kom hingað, fegin að Ballake og vinir hans nenntu að skrölta með mér á næturmúsiksenu borgarinnar. Sumar fínustu upptökurnar eru bara þeir strákarnir að kveða sínar rímur … þá hurfu steinkofarnir kringum okkur og ég var komin með þeim þúsund ár aftur í tímann. Sársauki Gíneuþjóðar stafar af skorti á næringu hluta þjóðar, læknaleysi, barnadauða, og þeim geðveika mannasið að umskera konur. Að öðru leyti sýnist mér flestir sem ég sé ganga betur í sjálfum sér en við gerum heima og bera sig ljúfmannlegar. Nýlega lýðræðislega kosinn forseti, Alpha Condé, nýtur ekki síst vinsælda fyrir að hafa veitt íbúum hér ókeypis rafmagn allan sólarhringinn úr vatnsvirkjunum. Áin Niger á upptök sín hér uppi í fjöll- unum. Þar sem vatn í krönum kemur og fer stundar fólk þá list að safna vatni í stóra bala og fötur og þegar það þrýtur bera unglingtelpur það í hús okkar á höfðinu upp þrjár hæðir. Örugglega þrjátíu lítra. Þegar sturtan er tóm fer maður í ausubað og það er gaman. Hér rignir óhemjumikið á regntímanum á sumrin, þá hellist Atlantshaf hér yfir. Þá er jörðin drullumall. Hér sem í öðrum löndum siðar islam er klósettmenning sú að maður skolar í stað þess að eyða pappír. Rassvaskur, ég man hvað hann hló hann Hreinn frændi þegar ég var lítil og hann frétti af rassvöskum. Í húsi voru var vatns- sprauta sem maður skolar sig með sitjandi á klósettinu. Hreinlegt mjög. Götur eru malbikaðar og helstu þjóðvegir, en ljósrauð moldin rykuð hylur nú allt og gangstéttar. Fólk brennir rusli í grunnum skurðum eða ræsum þegar þeir fyllast. Lykt er ekki góð af brennandi plasti, hún berst inn á nótt- unni. Á leið okkar í danshúsið göngum við framhjá fimm stórum ruslabílum sem alltaf standa kjurrir. Þar er eina vonda lyktin sem ég hef fundið í borginni, auk stöku klóaklyktar, sem er sjaldgæf. Borgin er furðulega hrein. Nærri ruslabílunum, á daglegri leið okkar tvisvar á dag í dans og heim,
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.