Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Side 63

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Side 63
U m s k u r ð u r h u g a r fa r s i n s TMM 2016 · 2 63 sitja albínóarnir undir sólhlífum, að spóka sig. Albínóar eru svo algengir hér að ég held að margir líti fyrst á okkur bleiknefjur og hugsi: „albínóar?“ en sjái svo við nánari athugun að við höfum einkenni indóevrópumanna. Fólk er algjörlega ófeimið við að horfa á mann. Miklar augnsamræður eiga sér því stað á götum úti, milli okkar og innfæddra. Dans, sviti og saga Við íslenska danssendinefndin búum við munað en svitnum voðalega á rykugu gólfi bílastæða- húss og engin leið er að halda sér hreinum. Saltið frá hafinu klístrast í sólbrunnið hold og rykið smyrst á. Þar sem við dönsum tvisvar og stundum þrisvar á dag kostar þetta jafn mörg dagleg böð, til að ná af sér skítnum. Og lubb- inn á mér, drottinn minn. Ég á auðvitað að láta smáflétta hann niður, eins og innfæddar. Sífellt að bleyta hárið og hemja það með greiðu. En aðlögun mín að hitabeltinu er að smákoma. Fólkið hér kann að líta vel út, þolir hitann og kann að svitna án þess að vera sífellt að þurrka sér með taubleiju, eins og ég geri eftir hvern danssprett. Er farin að læra að fara út í sólina í pásum, hún þurrkar fljótt svitann og vatn sparast sem fer í að þvo bleijuna. Allar konur hér hafa afar snyrtilegt hár, sumar parruk. Stöku listakarlmenn hafa rasta- dredda, aðrir eru rakaðir eða mjög hárstuttir. Vinur minn, trommarinn Ballake, sagði mér að konur Fúlaættbálks móður hans séu enn frá fornu fari með dredda. Leigusalinn okkar vill ekki sjá að dreddaðir trommarar komi hingað upp og inn, segir meistari Mamady, danskennarinn okkar. Leigu- salinn er sómakær í islömskum klæðum með kollhúfuhatt og tengir dredda við eitthvað ljótt, sem ég er ekki alveg að skilja. Hér rekast kimar á, en friðsamlega helstu trúarbrögðin, islam og kristni. Moskur og kirkjur eru næstum á hverju horni í hverfinu okkar, í ljúfu sam- býli. Dýpri línur valda ágreiningi, þetta rugl nýlenduveldanna með landa- mæri. Frakkar hönnuðu mæri hér í keppni við Portúgala og Breta svo að landið umfaðmar 25 þjóðir eða tungur. Þjóðarerjur voru hér á átakaárum fyrir 2010, áður en einræði var afnumið og lýðveldi komst á. Dýpkum nú flugið, eins og ránfuglinn ofan í dauða ræsisköttinn, og skoðum sögu Gíneu. Þegar Samori Touré rak Frakka úr landi 2. október 1958 afþakk- aði hann stuðning franska samveldisins, sem varð afdrifaríkt fyrir sögu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.