Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Page 75

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Page 75
TMM 2016 · 2 75 Böðvar Guðmundsson Þegar séníið sýnir klærnar Um ljóð Gerðar Kristnýjar Ritstjóri Tmm spurði mig fyrir nokkru síðan hvort ég vildi ekki skrifa grein um hana Gerði Kristnýju. Og það fylgdi með að hér væri hann ekki að hugsa um bókmenntalega úttekt á kvæðum hennar heldur hugleiðingar skálds um annað skáld. Mér varð á líkt og Miðgarðsormi forðum þegar Þór egndi fyrir hann með nautshausnum, ég gein við beitunni. Sá þó fljótlega ýmsa ann- marka á og spurði mig sjálfan í einlægni hvort það sé nokkurt vit að láta hagmæltan gutlara skrifa um mikið skáld. Svarið ætti að liggja í augum uppi en samt ætla ég nú að reyna að lýsa kynnum mínum af ritverkum Gerðar Kristnýjar, þótt það verði kannski meira í ætt við sjálfslýsingu. Í framúrskarandi góðum inngangi að ljóðasafni Gerðar Kristnýjar (Ljóða- safn 2014) gerir Guðrún Nordal grein fyrir helstu eiginleikum Gerðar Kristnýjar sem skálds, viðfangsefnum hennar og úrvinnslu og eðlilega skipar þar verðlaunabókin Blóðhófnir (2010) veglegan sess. Um hana segir Guðrún: Upphaf Blóðhófnis fléttar saman þráðum sem tengja öll ljóð Gerðar Kristnýjar: sterka náttúruskynjun, oft um vetur, umhugsun um fortíðina og ískalda yfirvegun um misnotkun kvenna og sára reynslu. (Ljóðasafn bls. 11) Við þetta þarf ekki að bæta. Því vil ég byrja á því að lýsa í fáum orðum þeim aðdáanda ljóða Gerðar Kristnýjar sem hér ber fjöður að felli. Þegar ég leit fyrst ofan í táradalinn voru ljóð ort undir bragarháttum og með stuðlum og höfuð- stöfum í ofanálag. Ég átti því láni að fagna að til voru ljóðabækur á bernsku- heimili mínu og á löngum vetrum, áður en það varð siður að senda börn í grunnskóla, lá ég yfir Hannesi Hafstein, Matthíasi Jochumssyni og Grími Thomsen og svo fékk ég ljóðasafn Jónasar Hallgrímssonar í fermingargjöf. Þessir karlar reyndust mér haldgóðir vinir í hormónahríð unglingsáranna og þótt ég sneri við þeim baki um stund eru þeir enn meðal minna bestu vina. Á menntaskólaárunum varð ljóðið enn fyrirferðarmeira, það var ljós og tónn dagsins og því eðlilegt að mér gengi illa að læra bókfærslu og efnafræði. Þessum dögum lýsir Hannes Pétursson ógleymanlega í örfáum orðum: Ó dagar þegar heimurinn var fiskur í vörpu ljóðsins. (Stund og staðir 1962, bls. 45)
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.