Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Side 89

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Side 89
Á t t h a g a s k á l d i ð G u ð m u n d u r   G . H a g a l í n TMM 2016 · 2 89 hans reyna sitt ýtrasta að afmá. Umkomuleysi fólksins, sem snýr baki við veldi bóndans á Melum, endurspeglar hins vegar afleiðingar tortímingar gamalgróinna gilda sem nútímavæðingin er látin standa fyrir. Ræða Gunn- ars yfir hópi framfarasinna þar sem hann fordæmir innantóma lífsstefnu þeirra og hafnar hinu nýja ríki undirstrikar að þau fornu gildi sem hann stendur fyrir geti aldrei orðið hluti tómleikans sem samfélag þeirra komi til með að byggjast á: Eg þakka fyrir, að tengdasonur minn tilvonandi [Arnór] og einkasonur vinar míns, Jóns heitins í Lambhaga, hefur boðið mig velkominn í ríkið, þar sem sonurinn gleymir föður sínum látnum og dóttirin svívirðir foreldra sína, – ríkið, þar sem f[ra]mfaraflugurnar eru mönnum alt, án tillits til gagns og velferðarauka, þegar til framkvæmdanna kemur. Verið sæl, eldri og yngri, og minnist þess, að gamli maðurinn á Melum hefur kvatt ykkur.42 Lífsgildi Gunnars á Melum, sem þjónað hafa sem hlífiskjöldur í lífsbaráttu kynslóðanna, gufa upp í þá andlegu auðn sem nútíminn felur í sér í Vestan úr fjörðum. Viðurkennt er að framvindan verði ekki umflúin en sigur Arnórs skapar tómarúm og skýr óafturkræf skil við fortíðina. Sérkennilegt sam- bland af íhaldssemi og framfarahyggju setur öðru fremur svip sinn á bókina en það fyrrnefnda er öllu meira áberandi samhliða alltumlykjandi hrifningu á hinum aldna, rótfasta og kraftmikla óðalsbónda að Melum. Lokaorð Tengsl skrifa Guðmundar G. Hagalíns á millistríðsárunum við viðmið nor- rænnar átthagamenningar og þar með bókmenntastefnu lífhyggjunnar eru ótvíræð. Því til staðfestingar nægir að nefna áherslur þar á yfirburði sveitarinnar andspænis rótleysi nútíma þéttbýlisþjóðfélags, nána tengingu persóna við jörðina og náttúruna og það yfirlýsta markmið Hagalíns að fanga raunverulegt líf vestfirsks alþýðufólks. Allir þessir þættir móta verk hans frá þessum árum, allt frá fyrstu smásagnasöfnum hans til hinna þekktu skáldsagna um Kristrúnu í Hamravík og Sturlu í Vogum. Sú menningarlega íhaldssemi, eftirsjá að fornum hefðum og aðdáun á vinnusömum krafta- körlum fortíðar sem setur mark sitt á sögurnar, til dæmis Vestan úr fjörðum, er auk þess í anda áhrifamanna norrænna átthagabókmennta, þá ekki hvað síst þeirra Jeppe Aakjær og Knuts Hamsun. Á umræddu tímabili var Hagalín afkastamikill rithöfundur og lét hann ekki deigan síga er á leið heldur var virkur langt fram á áttunda áratuginn, haslaði sér völl sem ævisagnaritari og telst á meðal afkastamestu prósahöf- unda íslenskrar bókmenntasögu.43 Í upphafi var bent á að um bækur hans frá fjórða og fimmta áratugnum hefur gjarnan verið fjallað út frá pólitískum deilumálum sem hann var þátttakandi í en þau eru þó ekki aðalatriði þegar kemur að túlkun þeirra og skilningi. Þvert á móti eru verk hans mun fjöl-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.