Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Page 94

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Page 94
94 TMM 2016 · 2 Auður Styrkársdóttir Guðsótti Litla telpan var þriggja ára. Hún átti heima lengst uppi í risi í stóru fjölbýlis- húsi. Í hverri íbúð bjuggu þrjú eða fjögur börn, sum stór, sum lítil. Stóru börnin léku sér oft í húsinu og glaumurinn barst upp til litlu telpunnar. En litla telpan mátti ekki fara ein niður stigann. Hún var of lítil, sagði mamma. Hún mátti bara gægjast varlega út um dyrnar. Kannski kíkja örlítið fram yfir skörina. Einn daginn heyrðust glaðvær hljóð á stigapallinum fyrir neðan risið þar sem litla telpan bjó. Þau seiddu hana til sín. Hún fikraði sig varlega niður stigann, eitt þrep í einu, ofur hægt. En mamma kallaði ekki á eftir henni. Börnin sögðu henni ekki að fara upp. Raunar tók enginn eftir henni. Mamma var upptekin af litla bróður. Börnin voru upptekin af sjálfum sér. Skyndilega tóku öll börnin á rás niður stigann. Þau hlupu niður allar hæðirnar og ofan í kjallara og inn eftir ganginum inn í þvottahúsið. Litla telpan varð að berast með straumnum. Annars hefði hún dottið og troðist undir. Í þvottahúsinu braust allt í einu út rifrildi. A: Þú mátt ekki taka þetta! Þá ertu að stela! B: Mér er alveg sama! Það sér það enginn! A: Jú víst! Guð sér það! B: Nehei! Hann er ekkert hér! D: Víst! Hann er alls staðar! A: Já! Hann sér allt þótt þú sjáir ekkert! E: Já! Hann veit allt sem gerist! Þú ert að stela! B: Ha, ha! Sér hann kannski í gegnum veggina?! F: Já! Mamma segir að guð sjái allt og viti allt! B: Hvernig fer hann að því? Hann er ósýnilegur! E: Guð er með augu sem sjá allt! Svo fjöruðu þessar raddir út. Hjarta litlu telpunnar stöðvaðist. Hún dró ekki lengur andann. Tvö orð höfðu greypt sig inn í vitundina:
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.