Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Page 101

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Page 101
Þ r a u t r e y n d u r n ý g r æ ð i n g u r TMM 2016 · 2 101 sinni, Man eg þig löngum (1949).25 Í því sambandi má nefna að ungi granni maðurinn með gleraugun er í útliti grunsamlega áþekkur Elíasi sjálfum. „Heldurðu, að ég hafi aldrei átt móður?“ Árið 1944 hætti Elías Mar í námi í Kennaraskólanum án þess að ljúka prófi. Blaðamennska, þýðingar og prófarkalestur urðu helsta lífviðurværi hans næstu ár og áratugi. Hvað rithöfundarferil hans snertir urðu athyglisverð kaflaskil í maímánuði 1944 þegar hann vann vikulega ritgerðasamkeppni sem Þjóðviljinn stóð fyrir undir yfirskriftinni „Úr lífi alþýðu“. Ritgerð Elíasar bar titilinn „Einn dagur hjá Steindóri“ og lýsti dæmigerðum vinnu- degi hans við afgreiðslu og símavörslu á Bifreiðastöð Steindórs nokkrum misserum fyrr. Þetta er fjörleg og lifandi frásögn, sannfærandi svipmynd úr Reykjavíkurlífinu sem vísar, rétt eins og smásagan „Einn“, fram til skáld- sagna Elíasar. Einn hluti ritgerðarinnar lýsir samskiptum hans við banda- ríska setuliðið en þar er líka tekinn upp þráðurinn frá „Hamingjuóði ungrar Reykjavíkurstúlku“ og Börnunum á mölinni og fjallað um Ástandið.26 Fyrir framan Ingólfs Apótek stendur álitlegur hópur af negrum í nærskornum sjóliðafatnaði með hvít pottlok á hausnum. Ósjálfrátt er þessháttar mönnum veitt eftirtekt, þegar þeir sjást á Íslandi. „Líklega er þetta úrvalsliðið, sem á að vernda okkur“, hugsum við og lítum virð- ingaraugum til hinna blökku náunga. En þeim virðist vera sama um augnaráð fólksins á Íslandi. – Þeir standa með hendurnar í vösunum og æpa og hlæja (það er víst þeirra tungumál) og það gljáir á svarta og hrukkótta húð þeirra í norrænum sumarhitanum. Svo koma tveir þeirra gangandi í áttina til bifreiðastöðvarinnar. – Fleiri fylgja þeim eftir. – Og þegar þeir fyrstu eru komnir á þröskuldinn, er allur hópurinn kominn í kjölfar þeirra. Fyrirliðarnir koma að afgreiðsluborðinu með samskonar svip og þeir væru að spyrja eftir einhverri vefnaðarvöru, og spyrja: „Can we get some girls?“ Við neitum því mjög ákveðið, án nokkurs hroka þó, – því við Íslendingar erum vanir því, að vera frekar almennilegir við gesti okkar. „No girls?“ spyrja aumingja mennirnir alveg grallaralausir, og snúa sér því næst til félaga sinna, sem bíða fyrir utan, og segja þeim árangurinn. „No girls?“ kveður við í háværum negrunum og þeir líta hver á annan. Svo horfa þeir til okkar tortryggnum augum. Þeir halda að við tímum ekki að láta þeim stúlkurnar í té, þótt við hefðum nóg af þeim á lager, – bara af því að þeir væru svartir. En við erum mjög sannfærandi á svip og hristum höfuðið, og þetta verður til þess, að hópurinn hverfur á brott, leti- legur og ótrúlega hljóður. Líklega hefur þetta verið miður jákvæð landkynning af okkar hálfu, eftir sjónarmiði þeirra blökku. En það eru fleiri en svartir menn, sem spyrja eftir „girls“. Fyrstu dagana eftir að nýja setuliðið stígur hér á land, eru fyrirspurnir eftir „girls“ jafnt frá hvítum sem svörtum mönnum. Jafnt í símanum sem við afgreiðsluborðið. – En sleppum því.27
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.