Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Side 106
J ó n K a r l H e l g a s o n
106 TMM 2016 · 2
en einn athyglisverður þáttur smásögunnar er sá að hinn nafnlausi sögu-
maður nefnir að hann hafi sjálfur „alltaf verið mjög skotinn í“ eiginkonu
Magnúsar vinar síns og á öðrum stað að sér þyki hún „undurfríð“.43 Og í
lokaþætti smásögunnar lýsir hann því munúðarlega hvernig henni tekst að
fá Magnús til að gleyma móður sinni:
„Kysstu mig, –“ sagði hún, og brjóst þeirra mættust. Hún lét aftur augun og hallaði
höfðinu aftur á við.
Það vottaði fyrir brosi á andliti vinar míns. Svo tók hann Hönnu í fang sér.
Eftir stuttan kossinn sagði frúin:
„Ég vissi, að þú ert enginn asni, – – komum það er einhver að hringja. – –“44
Það má velta fyrir sér hvort sögumaður og Bubbi smásögunnar séu einn og
sami maðurinn, rétt eins og Bubbi og sögumaður í Eftir örstuttan leik.
Þó að ég hafi farið fremur fljótt yfir sögu ættu dæmin hér að framan að
staðfesta að Elías Mar var ekki nýgræðingur á ritvellinum þegar hann sendi
frá sér sína fyrstu skáldsögu fyrir réttum sjötíu árum. Ljóst er að mörg þeirra
viðfangsefna sem hann glímdi við í óbirtum og birtum verkum á árabilinu
1939 til 1946 – svo sem áfengisnautn, Ástandið, kynhneigð, kynlíf og móður-
missir – héldu áfram að sækja á hann á næstu árum og áratugum.
Tilvísanir
1 Hjálmar Sveinsson. „Nýr penni í nýju lýðveldi.“ Lesbók Morgunblaðsins 28. október, 2006, s.
5–6.
2 Dagný Kristjánsdóttir. „Árin eftir seinna stríð.“ Íslensk bókmenntasaga IV. Ritstjóri Guð-
mundur Andri Thorsson. Reykjavík: Mál og menning, 2006, s. 419–663.
3 Um vaxandi gengi Elíasar í bókmenntalífinu sjá: Jón Karl Helgason. „Maður dagsins, seint
og um síðir.“ Hugrás, vefrit Hugvísindastofnunar, nóvember 2012 (http://hugras.is/2012/11/
madur-dagsins-seint-og-um-sidir/, síðast skoðað 21. apríl 2016).
4 Hjálmar hefur sent frá sér ritið Nýr penni í nýju lýðveldi: Elías Mar (Reykjavík: Omdúrman,
2007) og annast útgáfu á Mennt er máttur. Tilraunir með dramb og hroka (Reykjavík: Omdúr-
man, 2011), en það eru endurminningar Þórðar Sigtryggssonar sem Elías skrásetti. Þorsteinn
hefur m.a. sent frá sér ritið Þórðargleði: Þættir úr höfundasögu Elíasar Mar (Reykjavík: Sagna-
smiðjan, 2011) og annast útgáfu á Elíasarbók. Sögur og ljóð Elías Mar (Reykjavík: Salka, 2011)
og Elíasarmál. Sögur og greinar Elíasar Mar (Reykjavík: Sagnasmiðjan, 2014).
5 Jón Karl Helgason. „Deiligaldur Elíasar. Tilraun um frásagnarspegla og sjálfgetnar bók-
menntir.“ Ritið 6/3 (2006), s. 101.
6 „I.O.G.T.“ Morgunblaðið 22. ágúst 1939, s. 8. Sjá enn fremur Þorsteinn Antonsson. Þórðargleði,
s. 35. Sjálfur segir Elías í dagbókarfærslu að hann hafi fyrst komið fram opinberlega á jólatrés-
skemmtun í lok árs 1938 en þá las hann upp sögu eftir Guðmund skólaskáld Guðmundsson. Sjá
Þorsteinn Antonsson. Þórðargleði, s. 62.
7 Elías Mar. „Hamingjuóður ungrar Reykjavíkurstúlku.“ Blysið 2/1 (1940), s. 10. Mig langar til að
þakka Hólmkeli Hreinssyni fyrir veitta aðstoð við að hafa uppi á þessu ljóði.
8 Jón Óskar. Fundnir snillingar. Reykjavík: Iðunn, 1969, s. 74.
9 Hjálmar Sveinsson, Nýr penni í nýju lýðveldi, s. 32.
10 Sjá Þorsteinn Antonsson. Þórðargleði, s. 36–40 og Hjálmar Sveinsson, Nýr penni í nýju lýðveldi,
s. 23–24.
11 Elías Mar. „Miðnætursól.“ Elíasarmál, s. 15.
12 Elías Mar. „Drengurinn í Öskjuhlíð.“ Elíasarbók, s. 150.