Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Side 113

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Side 113
TMM 2016 · 2 113 Árni Bergmann Svetlana Alexijevitsj og Raddir Staðleysunnar Svetlana Alexijevitsj var stödd heima hjá sér í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rúss- lands, þegar henni bárust fregnir af því að hún hefði hlotið Nóbelsverðlaun í bókmenntum. Sjálf er Svetlana hálf úkraínsk og hálf hvítrússnesk. Þessar þjóðir mynda ásamt Rússum fjölskyldu Austurslava, tala tungur sem eiga sér sameiginlegan uppruna í þeirri fornrússnesku sem töluð var í Austur- vegi á dögum Þorvaldar víðförla. Skyldleiki þessara þriggja tungumála er mikill eða svipaður þeim sem greiðir götur lesanda milli norsku, dönsku og sænsku. Munurinn er sá að notkunarsvið hvítrússnesku hefur verið mun þrengra en þjóðtungna Norðurlanda. Hvíta-Rússland hefur ekki verið sjálfstætt ríki nema þau fáu ár sem liðin eru frá falli Sovétríkjanna, öldum saman var það hjálenda og bitbein öflugri grannríkja, Litháens, Póllands og Rússlands, og staða eigin menningar og tungu eftir því veik. Að vísu söfnuðu menn þjóðsögum og kvæðum í landinu á nítjándu öld og skrifuðu á hvítrússnesku í vaxandi mæli, ekki síst eftir að landið fékk stöðu Sovétlýð- veldis eftir rússnesku byltinguna 1917. En skólakerfið hefur að verulegum hluta kennt á rússnesku og margir þeirra sem bókmenntir skapa hafa notað rússnesku. Ein þeirra er einmitt Svetlana Alexijevitsj. Þetta hefur að sönnu verið að breytast og haft er eftir Svetlönu Alexijevitsj sjálfri að henni þykir miður að hún geti ekki skrifað á máli lands síns. Víst er að Nóbelsverðlaun til hennar muni efla Hvítrússum menningarlegt sjálfstraust. Forseti Hvítrússa, Lúkashenko, gerði sér grein fyrir þessu og því flýtti hann sér að óska henni til hamingju með verðlaunin, enda þótt þau tvö séu litlir vinir og hún hafi hvergi sparað ádrepur á einvaldstilburði forsetans og illa meðferð á stjórnar- andstæðingum. Hvíta-Rússland er tvisvar sinnum stærra en Ísland og íbúar þess eru nú um tíu miljónir. Saga þess á nýliðinni öld ræður miklu um helstu við- fangsefni Svetlönu Alexijevitsj. Hún hefur skrifað tvær bækur um hlutskipti sovétfólks í heimsstyrjöldinni síðari, eina um konur og aðra um börn í stríði. En Hvíta-Rússland var einmitt eitt þeirra svæða sem varð fyrir mestu manntjóni í styrjöldinni miklu. Talið er að þriðja hvert mannsbarn í landinu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.