Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Page 116

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Page 116
Á r n i B e r g m a n n 116 TMM 2016 · 2 í þá heildarmynd sem þær gerðu sér af stríðinu. Hún heimsótti hvern við- mælanda sinn oft, talaði við konurnar um hvað sem var og beið eftir þeirri réttu stund þegar hið sanna braust fram umbúðalaust og greip hana. En svo gerðist það einatt að það sem konurnar höfðu trúað henni fyrir í einrúmi vildu þær taka aftur, annaðhvort þegar aðrir heyrðu til þeirra eða þegar kom að því að ganga frá endanlegu handriti. Ein konan segir til dæmis: „Dóttir mín elskar mig og heldur að ég sé hetja og hún verður fyrir miklum von- brigðum með það sem ég sagði ef hún les bókina þína.“ Um 1980 tala menn enn varlega, enn er sterkur óttinn að stíga út fyrir það viðurkennda og samþykkta bæði í söguritun og sjálfsmynd einstaklinga. Sumt strikaði Svetlana út sjálf í sjálfsritskoðun í fyrstu útgáfu verksins og annað strikaði ritskoðunin út og hún nefnir ýmis dæmi um þetta. Ekki síst var það fjarlægt úr handritinu sem er sexúelt, eða „físíologiskt“ – t.d. lýtur að tíðahringnum og öðrum feimnismálum, eða það sem lýtur að grimmd Sovétmanna sjálfra, t.d. við þýska fanga eða eigin hermenn sem höfðu verið í þýskri fangavist. Í tvö ár gengur tilbúið handrit milli útgáfufyrirtækja og er hafnað. En á dögum Gorbatsjovs er ritskoðun afnumin og bókin kemur út í tveim milj- ónum eintaka og vekur mikla athygli. Sagnfræðingur sálarinnar Svetlana Alexijevitsj kveðst ekki hafa skrifað um stríðið og orusturnar heldur manneskjuna í stríði, hún hafi viljað vera „sagnfræðingur sálarinn- ar“, og það sama gildi reyndar um aðrar hennar bækur. Hún hafi ekki hrifist af mikilmennum heldur „elskar litla manninn“ eins og hún segir í deilum við ritskoðarann. Og hún vill leita að öðru en því sem karlar muna og segja frá. Hún vill ekki, eins og hún segir karla gjarnan gera, afmá flest af því sem truflar myndina af þeim sem hetjum í réttlátu stríði. Áherslur kvennanna á erfiðleika, grimmd og þjáningar eru skýrt fram dregnar. Samt er ekki allt í bókinni sem gengur þvert á hefðbundna rússnesk-sovéska mynd af stríðinu. Það sést best á mörgum frásögnum um það af hve miklu kappi ungar stúlkur sóttu það að komast í herinn þótt einatt væri þeim hafnað fyrst í stað – en alls mun um ein milljón kvenna hafa barist í Rauða hernum. Og ekki aðeins sem hjúkrunarkonur eða símakonur heldur og sem leyniskyttur, flugmenn og jafnvel jarðsprengjuveiðarar. Enda voru þær aldar upp við þau nýmæli sem sovésk voru að nú ættu konur ekki að hika við að setjast við stýrið á traktor eða flugvél, þær gætu haft öll störf og hlutverk á sínu valdi. Áhrifamest í aðferð Svetlönu er það af hve mikilli natni hún velur saman hin réttu „smáatriði“ – tilsvör, atvik, örsögur sem rúma mikið. Ég nefni dæmi af stúlku sem var svo hamingjusöm á leið sinni í stríðið að hún keypti konfekt fyrir alla sína peninga, fyllti heila tösku og fór með þetta konfekt og ekki annað á vígvöllinn. Hjúkrunarkona vakir yfir særðum liðsforingja og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.