Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Síða 119

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Síða 119
S v e t l a n a A l e x i j e v i t s j o g R a d d i r S t a ð l e y s u n n a r TMM 2016 · 2 119 Mun verra stríð Í rauninni eru seinni bækur Svetlönu Alexijevitsj mun grimmari en þessi fyrsta. Ekki síst þriðja bók hennar um stríð – „Sinkpiltarnir“, sem fjallar um sovéska hermenn sem börðust í Afganistan síðasta áratug sovéskrar sögu. Bókin heitir svo vegna þess að þeir komu dauðir heim í lokuðum kistum úr sinki sem enginn mátti opna. Og voru grafnir í kyrrþey að næturlagi til að fólkið heima fyrir áttaði sig síður á því að í Afganistan var háð blóðugt og skelfilegt stríð. Sem kostaði fimmtíu þúsund sovéska hermenn lífið og ótal særða og örkumla. Sinkpiltarnir kom út árið 1989 þegar stríðinu var að ljúka. Svetlana talar í þessari bók bæði við hermenn sem voru í Afganistan, flesta örkumlamenn, og einnig konur sem gegndu þar ýmsum störfum fyrir herinn þótt ekki væru þær í bardögum eins og konurnar í bókinni sem ég áðan nefndi. Líka við ekkjur og mæður fallinna hermanna. Ég nefndi áður að í fyrrum Sovétríkjum, einkum hjá Rússum, hefur ríkt mikil tilhneiging til að fegra stríðið gegn Hitler, láta falla í gleymsku flest annað en það sem tengist hetjuskap og fórnfýsi eigin manna. Þessi til- hneiging er sprottin af þeim sannleika, að obbinn af landsmönnum hlaut að líta á það stríð sem nauðsyn og skyldu: við þurftum að verja hendur okkar, tryggja framtíð barna okkar. Meira að segja þeir sem höfðu sjálfir orðið illa úti vegna glæpaverka Stalíns fundu sér tilgang og huggun í því að berjast við innrásaróvin sem var enn háskalegri en hann. En það kemur mjög rækilega fram í bókinni um Afganistan að þar er háð allt annað stríð en stríðið við Hitler. Að vísu halda sumir þeirra ungu manna sem bjóða sig fram til að berjast í Afganistan eða eru blekktir til þess, að þeir séu á leið inn í mikið ævin- týri sem þeir hugsa sér að einhverju leyti sem framhald af frásögnum for- eldra sinna af stríðinu gegn Hitler. Þeir halda að þeir muni þjóna föður- landinu, hjálpa afgönskum samherjum í heimspólitíkinni við að byggja upp sósíalisma og þar fram eftir götum. En þessi rómantík rennur fljótt af þeim. Þeir komast að því að málstaðurinn er blekking og lygi, þeir eru í raun óvel- kominn innrásarher í grimmu stríði. Enginn virðist skilja til hvers er barist, engum er að treysta nema kannski nokkrum félögum í hernum – og varla það. Því þegar hér er komið sögu er sovéski herinn illa haldinn af grimmu ofbeldi sem siður er að sýna nýliðum – svo grimmu að algengt er að þeir missi heilsuna, fyrirfari sér, eða skjóti í orustum liðsforingja sína í bakið í hefndarskyni. Mórallinn er fyrir neðan allar hellur, hermennirnir sístelandi frá eigin her, seljandi vopn og fatnað til að kaupa sér annaðhvort dóp eða japanskar græjur. Og fátt verður til að hamla gegn því haturslögmáli sem kemur fram í því, að þegar einhver „okkar stráka“ finnst illa limlestur eða fleginn lifandi þá tryllast félagar hans og salla niður næstu Afgani sem sjást, kannski í brúðkaupsveislu sem þeir rekast á eða tortíma næsta þorpi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.