Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Page 125

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Page 125
TMM 2016 · 2 125 Ólöf Þórhildur Ólafsdóttir Spegilmyndin Lyftan lokast eiginlega á hana þegar hún bisar sjálfri sér og töskunni út úr henni, kappklædd í baðhita hótelgangsins. Hún dregur töskuna eftir gang- inum í svitakófi, finnur herbergið, til allrar hamingju virkar plastkortið, ekki alltaf hægt að treysta á það. En nú er hún komin inn í herbergið og lokar hurðinni vandlega á eftir sér. Þvílíkur léttir að vera loksins í friði, lokuð af inni í litlu herbergi sem hefur allt til alls, þægilegt rúm, borð, glugga, sjón- varp, baðherbergi og minibar, og í þessu herbergi er meira að segja ketill til að hita vatn og ýmiss konar te- og kaffipokar. Enginn kemst inn nema hún opni sjálf, og það þarf hún ekki að gera nema í neyð. Veggir herbergisins eru rauðmálaðir, dálítið gamaldags eins og frá Vikt- oríutímanum. Það er ágætt. Hún er glöð að fá að vera ein með sjálfri sér í nokkra klukkutíma og heila nótt áður en allt byrjar, ein í herbergi sem er allt öðruvísi innréttað en heima hjá henni sjálfri, ef heima skyldi kalla. En í kvöld ætlar hún ekki að hugsa um hvernig er heima fyrir, bara að njóta þess að verða ekki fyrir neinni truflun, heyra engin illyrði, reyna að losna við kvíðann sem hefur búið um sig í henni, eins og hann hefði gert sér þar varanlegt hreiður. Hér getur hún verið hún sjálf. Hún flýtir sér úr kápunni og öllu nema nærfötunum, opnar töskuna og hengir upp fötin sem hún ætlar að klæðast á ráðstefnunni á morgun, drífur sig síðan inn á baðherbergið. Það er dásamlegt að fara í sturtu hér, hún stendur lengi undir bununni og hugsar um orðatiltækið að þvo af sér ferða- rykið. Þegar henni finnst hún vera orðin hrein, þurrkar hún sér vandlega, ber á sig krem sem hún hafði með sér og klæðir sig í hrein nærföt. Hún dregur gluggatjöldin frá, en úti er ekkert að sjá nema íbúðablokkir og skrifstofubyggingar svo hún þarf ekki að hugsa meira um það. Yfir skrif- borðinu er stór spegill. Henni hefur alltaf þótt gott að horfa á sig í spegli, þá sér hún sig eins og aðrir sjá hana og það er mikilvægt. Þess vegna sest hún við borðið, og horfir á sig í speglinum, hugsar og spjallar aðeins við sjálfa sig, bæði í hljóði og upphátt. Sumar setningarnar verður hún að segja með eðlilegum raddstyrk, ekki hvísla, svo að þær verði lifandi og hún gleymi þeim ekki strax aftur. Þetta byrjaði hún að gera mjög snemma, tala við sjálfa sig í spegli eins og hún væri tvær persónur. Spegilmyndin sem hún talar við er konan sem verður að fara út í lífið og gera allt sem henni er sagt að gera.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.