Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Side 130

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Side 130
Á d r e p u r 130 TMM 2016 · 2 vel, við þurfum ekki að fara svona djúpt og skarpt. Það nægir okkur að vita að þegar maður horfir til framtíðar er hluti af leiknum sá að sjá fyrir sér þessa vörp- un frá deginum í dag og inn í næstu skref. Framtíðin verður því að vissu leyti til í núinu með draumum og sýn – og að sjálfsögðu byggir hún alltaf á þeim for- sendum sem við búum yfir í dag. Nú. Allt þetta fékk mig til að hugsa um sturlaða menn sem sprengja upp fólk eða skjóta það með skipulögðum hætti í frönsku leikhúsi. Sturlaða menn sem voru ekki alltaf sturlaðir en eru núna til í að höggva jafnvel höfuð eða tvö af öðrum mann- eskjum. Sturlaða menn sem virðast taka ákvörðun um að stíga út úr eigin veru- leika í vestrænum ríkjum og ganga til liðs við það sem virðist vera sturlaður málstaður – ef hægt er að teygja sig svo langt í orðalagi. Hvaða sturluðu u-beygju þarf ein- staklingur að taka til að ferðast úr vest- rænu velferðarríki þar sem allt á jú að vera til alls og lýðræði og mannréttindi í blómlegasta blóma allra blóma? Gefum okkur að kenning Douglas Coupland haldi vatni – að stór grunn- þáttur í lífi manneskjunnar sé sá að flétta atburði eigin lífs saman við stærri sögu og samhengi svo að líf manns öðl- ist annan og meiri tilgang en að við- halda bara sjálfu sér. Gefum okkur þetta. Hefur þá hryðjuverkafyrirbærinu – sem stundum á að kalla Daesh og stund- um ISIS og stundum Íslamska ríkið – tekist að segja þessum flóttahryðju- verkamönnum betri sögu? Sögu sem höfðar meira til þeirra? Sögu þar sem þeirra brotnu púsl geta fallið inn og haft áhrif? Sögu sem þeim býðst að fléttast saman við á grunni þeirrar blindu ástríðu sem felst í heilögu stríði? Ég er enginn sérfræðingur í aðlögun- arferli innflytjenda í löndum Evrópu. En það þarf engan sérfræðing til að vita að fæstar þjóðir gera í raun nóg. Við gerum ekki nóg sjálf. Við erum með tvær hendur, þær eru oftast báðar tómar og þær eru heldur ekki útréttar. Þetta gildir um okkur sem einstaklinga, sem vinahópa, sem fjölskylduhópa, sem vinnustaði, sem yfirvöld og sem þjóð. Enginn gerir nóg. Árið 2013 voru alls 9.363 Pólverjar búsettir á Íslandi, samtals 3% allra landsmanna.2 En þekki ég einhvern Pól- verja sem er búsettur á Íslandi? Tja, einn. Hann er 13 ára skólafélagi sonar míns. Á ég vini af erlendum uppruna? Kunningja? Nei. Nefnilega ekki. Er það af því að ég er fordómafullur og vil ekki eiga vini af erlendum uppruna? Nei, svo sannarlega ekki. En þannig er það samt. Kannski væri þetta þolanlegra ef eitt gengi yfir allra þjóða börn og fullorðna. En þannig er það einfaldlega ekki. Jafnvel þau víðsýnustu okkar eiga erfiðara með að byggja brýr yfir til Íraka eða Pólverja eða Letta eða Nígeríubúa heldur en til „kósí“ innflytjenda á borð við Þjóðverja, Hollendinga eða Kanadamenn. Enginn gerir nóg. Hluti af því að flytja til annars lands, smeygja sér inn undir aðra menningu, er það að kynnast sögu þjóðarinnar, uppruna hennar, forfeðrum og rótum, en líka að kynnast framtíðarsögu þjóð- arinnar – hvert hún stefnir með gjörð- um sínum og gildum í deginum í dag. Hvað gerist ef innflytjandi passar ekki inn í þessa sögu, þessa sagnagerð?
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.