Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Síða 133

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Síða 133
Á d r e p u r TMM 2016 · 2 133 Að sjálfsögðu hlýtur að myndast tómarúm sem í besta falli er dapurlegt og átakanlegt en í versta falli hættulegt. Er ekki hægt að sturlast af því að til- heyra ekki? Af því að vera fastur í limbói í daglegu lífi, án tengingar við sögulega framvindu samfélagsins? Í stað þess að segja söguna af því hvernig hann aðlagaðist og varð Íslendingur segir inn- flytjandinn söguna af því hvernig honum var haldið utan kjarnans í íslensku samfélagi. Í útlegð innan samfélagsins. Í söguleysi. Tilvísanir 1 Douglas Coupland, Polaroids From The Dead, bls. 179–180. Þýðingin er mín. Það var nokkrum vandkvæðum bundið að þýða meginorðið í pælingunni, nefnilega orðið „de-narrated“, en með svolitlum snúning- um var hægt að láta þýðinguna „sögulaus“ duga til. Í umræddum texta er Coupland að fjalla um söguleysið sem myndaðist í þeim draumalendum á vesturströnd Banda- ríkjanna þar sem hinir ríkustu og frægustu hafa lifað og dáið, t.d. O.J. Simpson, einkum Brentwood–hverfinu í Kaliforníu. 2 Heimild: https://www.velferdarraduneyti. is/frettir-vel/nr/34101 3 Leikverkið Illska eftir leikhópinn Óskabörn ógæfunnar var sýnt í Borgarleikhúsinu árið 2016 við góðar undirtektir, en verkið er byggt á samnefndri skáldsögu Eiríks Arnar Norðdahl. Ein af þremur aðalper- sónum leikverksins er Agnes Lukauskaite, barn litháískra foreldra en fædd á Íslandi og búsett í Kópavoginum, og líklega er hún fyrsta alvöru kvenhetjan í íslenskum bók- menntum og listum sem er af erlendu bergi brotin. 4 Orð hælisleitandans Ghulems. Ragna Sigurðardóttir, Vinkonur, bls. 212. Forlagið, 2016. 5 Ragna Sigurðardóttir, Vinkonur, bls. 51. Forlagið, 2016. Leturbreyting er mín. Einar Már Jónsson Endurtekningin (Fimm tilbrigði við stef eftir Karl Marx) Upphafsorð bókarinnar sem Karl Marx skrifaði um stjórnlagarof Napóleons þriðja, 2. desember 1851, „Átjándi brumaire Louis Bonapartes“, eru sem fleygt er orðið á þessa leið: „Hegel segir einhvers staðar að sérhver heimssögulegur atburður gerist tvisvar. Hann gleymdi að bæta því við, að í fyrra skiptið sé hann stórbrotinn harmleikur, í síðara skiptið nöturlegur farsi.“ Óvíst er að hægt sé að finna margar aðrar setningar í samanlögðum verkum Karls Marx sem jafn oft hefur verið vitnað í, en oftast hafa menn þó látið nægja að taka þau beint upp og heim- færa þau upp á einhverja atburði eða persónur samtímans, reyndar með mis- jöfnum árangri. Það hefur hins vegar farið fram hjá mönnum að við þetta stef hafa verið gerð ýmisleg tilbrigði sem fylgja þeim lögmálum tilbrigðalistarinn- ar að draga sitthvað fram sem sjálft stef- ið býr yfir án þess að það hafi öðrum verið ljóst. Fyrsta tilbrigðið semur Marx sjálfur í þeim línum sem koma beint á eftir stef- inu; hann fer þar í mannjöfnuð milli Napóleons mikla og frænda hans, sem síðar fékk auknefnið „Napóleon litli“, og má þar heyra tónhugsunina en með ein- földu útflúri: annars vegar sér Marx „litla undirliðsforingjann“ – gælunafn sem aðdáendur keisarans gáfu honum – með vaska sveit herkænna marskálka sér við hlið, en hins vegar „lögguna frá London“ – skammaryrði sem vísar til gruggugs tíma í æviferli frændans – með skuldum vafinn rumpulýð í eftir-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.