Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Side 136

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Side 136
Á d r e p u r 136 TMM 2016 · 2 Þriðja tilbrigðið sem hér verður leikið er einnig ásetnings-endurtekning eins og frekast verður á kosið og læðast nú fleiri og flóknari nótur inn í lagboðann. Frá henni segir í sögunni „Sankt Petri- Schnee“ eftir Leo Perutz, sem út kom árið 1933. Þar er fjallað um mann, greinilega í samtímanum, Freiherr von Malchin að nafni, sem álítur að eina lausnin á þeim vanda sem steðji að Þjóðverjum sé sú að endurreisa Hið heilaga rómverska keisaradæmi miðalda eins og það var í allri sinni dýrð á dögum Friðriks annars. Hann hefur fundið keisaraefni, og er það enginn annar en beinn afkomandi þessa sögu- fræga keisara sem á sínum tíma var kallaður „stupor mundi“, semsé undur veraldar. Hann er ungur að árum, en eigi að síður öllum hæfileikum búinn og auk þess nauðalíkur forföður sínum eins og hann hann birtist í myndastyttum. Von Malchin veitir honum hina bestu menntun til að búa hann undir keisara- dóminn, en hann gerir sér grein fyrir því að eitthvað vantar: hvernig geta menn borið virðingu fyrir kórónu, veldis sprota, gullepli og öðrum keisara- legum táknum á okkar efa- og efnis- hyggjutímum? Svarið er í hans huga: ef þeir endurheimta guðstrú fyrri alda. Hann fer nú að kanna rit heimspekinga og guðfræðinga frá fornum tímum, eftir Dionysos Areopagita og fleiri slíka, og finnur þar frásagnir af einhverri töfra- jurt sem komi mönnum í beint samband við guðdóminn. Frekari rannsóknir leiða í ljós að þessi jurt var sníkjusvepp- ur á korni sem áður fyrr var nefndur „Sanktipétursmjöll“ en er nú að mestu horfinn. Honum tekst að kortleggja útbreiðslu sveppsins á hinum ýmsu tímum miðalda og þá blasir við að þessi útbreiðsla og hinar voldugu trúarhreyf- ingar falla jafnan saman bæði í tíma og rúmi. Þá er ekki annað eftir en reyna að framleiða hið virka efni sveppsins til að endurreisa guðstrú á vesturlöndum, og það tekst að lokum með aðstoð efna- fræðings, ungrar konu, ástmeyjar bar- ónsins og fleiri. Svo rennur upp hinn stóri dagur, von Malchin efnir til mikillar hátíðar í kast- alanum fyrir alla íbúa síns barónsdæm- is, og ber þar fram hinar glæsilegustu veitingar, þar á meðal tvo brennivíns- snapsa á mann. En áður hefur hann laumað trixinu úr mjöllinni í glösin. Og þá er ekki annað eftir en bíða eftir hinni miklu trúarhreyfingu sem hlýtur að rísa og muni lyfta Friðrik þriðja upp í keis- arahásæti með kórónu, veldissprota og gullepli, leiðtoga hins endurborna Heil- aga rómverska keisaradæmis. Von Mal- chin bíður átekta í höllinni, brátt er farið að hringja kirkjuklukkum af eld- móð og frá þorpinu heyrist hávaði eins og mikill manngrúi sé þar að safnast saman. Svo færist hópurinn nær, og það heyrist bergmál af fjöldasöng. „Þetta eru Maríuvísur,“ segir barón- inn. En þetta eru ekki Maríuvísur. Þetta er Nallinn. Og það skiptir engum togum, múgur- inn ryðst inn í kastalann, og í farar- broddi er efnafræðingurinn sem hafði innbyrt sína eigin uppfinningu. Hún ávarpar baróninn í nafni „byltingarráðs verkamanna og bænda“ í þorpinu sem nú ætlar að taka völdin, hengja alla kúg- ara alþýðunnar og byrja á baróninum og prestinum. Því nú eru komnir nýir tímar, eins og sögumaður ályktar, það sem hratt af stað miklum trúarhreyfingum á mið- öldum með samhljómi klukkna og Mar- íuvísum verður nú á tuttugustu öld undirrótin að sósíalískri byltingu undir hljómi Nallans. Þessi endurtekning var sem sé með talsvert öðrum hætti en for- sprakki hennar ætlaðist til, einhvers konar örlagagletta.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.