Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Síða 141

Tímarit Máls og menningar - 01.06.2016, Síða 141
D ó m u r u m b ó k TMM 2016 · 2 141 ráða þær rúnir, reyna að púsla vísbend- ingunum saman. Samtalið við myndskreytinguna held- ur áfram. Páll borðar „krembollur upp úr gulri hattöskju með rauðum borða“ í sælgætisbúðinni eins og fyrirmyndin. (25/15) Það er heldur ekki útilokað að ólík- indatólið Hermann sé að bregðast við myndskreytingum barnabókarinnnar þegar hann lætur Pál skyndilega finnast „eyrun á sér stærri en þau eiga að vera“ (6). Allt er þetta skemmtilegt og skapar andrúmsloft. Svo eru það öll hin atriðin, sem ekki eru beintengd barnabókinni. III Hvar endar alheimurinn? Skyld’ann enda, skyld’ann enda inní mér? (Reykingar – Sigurður Bjóla Garðarson/ Valgeir Guðjónsson) Smám saman skilja leiðir með Palla og Páli upp að vissu marki. Fyrsta og stærsta skrefið á þeirri braut er á bls 21 þegar Páll Hermanns hittir sjálfan sig, en týnir tví- faranum og hefur umsvifalaust eftirför, sem seinna leiðir hann að annarri leit – að stúlkunni Stínu sem mögulega leynist í borginni og kveikir þar bál. Þar með er komið markmið sem er ólíkt því sem Palli Sigsgaards hefur og gengur fyrst og fremst út á að notfæra sér ástandið sér til skemmtunar, þar til sú gleði súrnar og breytist í söknuð eftir vinum og foreldrum. Það er ómaksins vert að skoða aðeins viðbrögð Páls við einsemdinni. Þau ein- kennast ekki af raunsæislegri örvænt- ingu, tæpast einu sinni af forvitni um orsakir ástandsins, umfram þessa kald- fyndnu upptalningu: Kannski hefur það falið sig. […] Eða kannski var fólkið sett í sóttkví […] Kannski sett í útrýmingarbúðir […] Eða kannski var fólkið aldrei til. Kannski var lífið fram að þessu aðeins draumur. (16) Seinna í sögunni lætur Páll reyna á fyrstu kenninguna, gerir tilraun til að flæma móður sína úr felustað sinum með stripli. En ekkert gengur. Hann nær heldur ekki í skottið á tvífara sínum, hvað þá Stínu litlu með eldspýt- urnar. En það er hugmyndin um að fólkið sé ekki til sem fær á endanum vængina. Ekki til í þessum heimi. Heimi sögunn- ar og heimi Páls. Í millitíðinni fær enn ein hugmynd úr myndheimi barnabókarinnar lykil- hlutverk. Hún lætur snemma á sér kræla: þögnin er grunn eins og sundlaugarend- inn þar sem ekki má stinga sér. Harður botn yrði fljótt fyrir höfði þess sem styngi sér á kaf í þessa þögn. Hún er þunn eins og skurn á eggi. (7) Þarna liggur Páll enn í rúminu. En eggin birtast aftur á sínum stað í frá- sagnargrind Sigsgaards, í mjólkurbúð- inni: Á veggnum hangir plakat með aug- lýsingu um egg. Ég greini sem samvisku- samlegast frá þessari staðreynd. (18/13) Og áfram er leikið með eggjahugmynd- ina. Hvergi skemmtilegar samt en í einum best heppnaða útúrdúrakafla bókarinnar. Þar sem Palli situr á hótel- tröppunum eftir máltíð þar sem hann býr til heilan heim úr hráefnum úr eld- húsinu, og risaeðlum úr eggjum – „Egg. Allsstaðar eru egg“ (73) og gleypir í sig heiminn sinn ákveður sögumaðurinn að bjóða upp á eitthvað nýtt. Jæja, nú þarf að gerast eitthvað allt annað. Þannig eru bækur. (75)
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.