Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Síða 64
S n o r r i Pá l l
64 TMM 2018 · 2
blaðamaðurinn Ben Watson sig á svipuðum nótum og Stockhausen. „Hver
er merking róttækrar tónlistar eftir tortíminguna á Manhattan?“ spurði
hann, nefndi til sögunnar vestur-berlínsku hljómsveitina Einstürzende
Neubauten (nafnið þýðir „fallandi nýbyggingar“ og skírskotar til húsa sem
reist voru í Þýskalandi eftir seinni heimsstyrjöldina) og rifjaði upp hvernig
sveitin – þekkt fyrir beislun brotajárns, iðnaðarverkfæra og annarra „óhefð-
bundinna“ hljóðgjafa í tónlist sinni – markaði framúrstefnuorðspor sitt í
Bretlandi þegar meðlimir hennar réðust með loftpressu á burðarþolsbita í
samtímalistasafninu Institute of Contemporary Arts í Lundúnum árið 1984.
„Eftir 11. september blikna slík brek vitaskuld og verða lítilfjörleikanum að
bráð,“ sagði Watson, og bætti við að slíkur samanburður gæti þótt særandi.4
„Særandi“ er einkar vægt til orða tekið: viðbrögðin við ummælum Stock-
hausens, lituð einbeittum vilja til mistúlkunar og hneykslunar, gáfu til kynna
að hann væri ekkert annað en ótíndur morðingi, ef ekki hreinlega hryðju-
verkamaður – líkast því að Osama bin Laden hefði samið Söng unglinganna
um miðbik síðustu aldar og bætt þannig nýjum, byltingarkenndum litum á
pallettu vestrænnar tónlistarhefðar. Haft var eftir gömlum kollega Stockhau-
sens, ungverska tónskáldinu Gyorgy Ligeti, að það ætti að læsa hann inni á
geðsjúkrahúsi.5 Mariella dóttir hans, píanisti að starfi, lýsti því yfir að hún
hygðist hætta að nota eftirnafn sitt,6 á sama tíma og bæjarstjórinn í Kürten,
heimabæ Karlheinz, sagðist íhuga að binda enda á tónsmíðakennslu hans
þar í bæ.7 Ummælin voru í besta falli sögð „útrás sjálfhverfs vitfirrings“ sem
hefði „fyrir löngu tapað tengslum við raunveruleikann,“ og meint tengsla-
leysið stutt með tilvísunum í verk hans og fyrirmæli til flytjenda, háfleygar
hugmyndir hans um markmið lista, og ekki síst „hættulega yfirdrifinn“
metnað.8 Stjórnandi Barbican-listamiðstöðvarinnar í Lundúnum fann sig
fljótlega tilneyddan að réttlæta opinberlega fyrirhugaðan flutning á verkum
Stockhausens, tæpum mánuði eftir árásirnar, með yfirlýsingu um nauðsyn
þess að skilja listamanninn og sköpun hans frá einstaklingnum.9 Og and-
úðin lifði tónsmiðinn: tæpum sjö árum síðar, hálfu ári eftir andlát hans, sá
breska dagblaðið The Guardian, þá tiltölulega nýlega sjálfskipuð „leiðandi
rödd frjálslyndis í heiminum,“10 ástæðu til að velta þeirri spurningu upp í
fyrirsögn – og það í fullri einlægni – hvort kominn væri tími „til að fyrirgefa
Stockhausen“.11
Samhengi ummælanna skipti vitaskuld engu. Heldur ekki þau orð tón-
skáldsins, sem féllu við sama tilefni, að í ljósi þeirrar augljósu staðreyndar að
flestir „þátttakendurnir“ veittu aldrei samþykki sitt – mættu ekki sjálfvilj-
ugir á „viðburðinn“ – hafi listaverkið auðvitað verið glæpsamlegt. Enn síður
stoðaði bón hans undir lok fundarins um að blaðamennirnir „aðstoðuðu
fólk við að heyra tónlistina, opna sig fyrir nýrri reynslu“ frekar en að gera
orð hans um árásirnar að söluvænlegum fyrirsögnum. Fáum að óvörum,
eins og svissneski fræðimaðurinn Christian Hänggi kemst að orði, stóðust
blaðamennirnir ekki freistinguna, „margfölduðu ummælin á ógnarhraða –