Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Page 67

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Page 67
M i t t í m e r k i n g a r k r í s u n n i TMM 2018 · 2 67 fjölmiðlar hlóðu svo undir merkinguna með fréttum, strax daginn eftir árásirnar, um lækkun dollarans og hlutabréfa,27 um leið og brúnaþungur blaðamaður benti á þá hættu að „óttaslegnir neytendur gætu hætt að eyða“28 – en það brýndi Bandaríkjaforseti aftur á móti fyrir fólki að gera alls ekki: „Við getum ekki leyft hryðjuverkamönnunum að ná fram því markmiði sínu að hræða þjóð okkar upp að því marki að við eigum ekki viðskipti – að fólk versli ekki.“29 Það sem aftur á móti stuðaði og vakti reiði við orð Churchills var sú ályktun hans að árásirnar væru hvorki glórulausar né án tilefnis, heldur þvert á móti bæði skiljanlegar og réttmætar – séð frá sögulegu og heims- pólitísku sjónarhorni – og í raun undravert að þær hafi ekki átt sér stað fyrr.30 Í bréfi stíluðu á „Ameríku“, rúmu ári eftir árásirnar, svaraði Osama bin Laden nokkrum spurningum sem hann sagðist telja að yllu bandarísku þjóðinni hugarangri, þeirra á meðal „hvers vegna við berjumst og stillum okkur upp gegn ykkur.“ Stutta svarið er einfalt, sagði hann: „Af því að þið réðust á okkur og haldið áfram að ráðast á okkur.“31 „Í slíkri symmetríu felst réttlæti,“ sagði Churchill. Að sama skapi skar í amerísk eyru, og önnur, ein- beitt og gagnger höfnun hans á því manngreinaráliti að árásarmennirnir hafi verið „nafnlausir hugleysingjar“ sem „réðust á sjálft frelsið“, eins og haft var eftir Bandaríkjaforseta32 – orð sem um leið urðu skapalón almennra og opin- berra eftirmæla þeirra. „Almenn sannindi […] eru ekki afsprengi hugsunar, heldur óskhyggju,“ fullyrðir þýsk-bandaríski rithöfundurinn Ernst Pawel í bók sinni um Franz Kafka;33 og þvert á almannaróminn – síbyljandi yfir- lýsingu heimsins um gunguskap árásarmannanna – sagði Churchill að óháð því hvaða aðra dóma mætti hugsanlega um þá fella væri engum vafa undir- orpið að þeir hefðu sýnt fram á bæði hugrekki og sannfæringu.34 „Í saman- burðinum,“ sagði Karlheinz Stockhausen, „erum við tónskáldin ekkert.“35 Undir hið síðastnefnda tekur Stefán, sveitaballatrommari, síðar skugga- útrásarvíkingur og enn síðar nýsköpunarfrömuður, önnur aðalpersónan í Aftur og aftur, skáldsögu Halldórs Armands (Mál og menning 2017). Í upphafi bókarinnar vermir hann eymdarlegur sófa að kvöldi 11. september 2001 – þann dag hafði hann lent í slysi sem kemur til með að móta hann fyrir lífstíð: keyrir útaf með 17 ára stelpu í farþegasætinu. Hún berst á þessum tímapunkti meðvitundarlaus fyrir lífi sínu á spítala en hann innbyrðir atburði dagsins með aðstoð linnulausra endursýninga sjónvarpsins. Stuttu áður en örlagasímtalið berst, fregnin af andláti stúlkunnar, hugsar Stefán með sér (bls. 26): Mennirnir sem rændu þotunum eru hugleysingjar, segja ráðamenn hins vestræna heims, en hvernig er hægt að kenna eitthvað á svo stórbrotnum skala við hugleysi? Hversu ævintýralegt hugrekki þarf til þess að ræna Boeing-þotu og dúndra henni af ásettu ráði á eina af hæstu byggingum heims? Hugmynd sem er stærri en heimur- inn. Andartakið þegar nefbroddur þotunnar er einn milljónasta úr millimetra frá glerinu. Atburðurinn brýtur af sér sína stundlegu hlekki, stígur út fyrir tímann,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.