Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Page 71

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Page 71
M i t t í m e r k i n g a r k r í s u n n i TMM 2018 · 2 71 við kannski gerum okkur ekki grein fyrir því.“ Um það er auðvitað ofan- greind nethegðun Arnmundar til marks – sem hann er jú hvorki einn um né ómeðvitaður – enda er hún ekki síst kjölfestan í yfirlýsingum hans um dauðadóm einstaklingsins: [V]ið erum aldrei ein lengur. Það vita allir. Ég er ekki þessi drengur lengur. Það er eitthvað á seyði í heiminum. Eitthvað er að gleypa mig. Hugmyndina um mig. Ég kem auga á mig í spegli hópsins og get ekki litið undan. Ég sé mig dvína, mást út, deyja. Húmorinn, viðhorfin, sérviskuna, hugsanirnar. Ég þynnist og hverf inn í konungsríki ástarinnar, þar sem allt verður kæft með kærleika, þar sem allt verður eitt. Svo þarna er ég einn í fimleikasal, í ímyndaðri veröld sem hausinn á mér framkallar þegar ég læt hann í friði. Hann sýnir mér minninguna um mig sem er að hverfa. (Bls. 119) Að lokinni nokkurskonar röntgenyfirferð á nethegðun Arnmundar býður Stefán honum starf við að leiða hið tröllvaxna verkefni DCS: að móta fram- tíðina. „Það hafa allir geðveikan áhuga á þessu,“ fullvissar hann Arnmund um, sem á endanum þiggur starfið þrátt fyrir töluverðar efasemdir um erindi sitt inn á lendur þessa bransa. Áform fyrirtækisins eru heldur óskýr – inntak verkefnisins og ytri byrðin bæði flúruð hrognamáli frumkvöðlastéttarinnar, flauelsmjúku og tælandi, en hraungrýttu í senn – en snúast í grunninn um hið „óendanlega heillandi viðfangsefni“ að „nota nýjan og sérþróaðan algó- ritma til þess að greina hegðun hópa á netinu.“ Þessu til grundvallar liggur vitaskuld sannfæringin um dauðadóm einstaklingsins og upprisu múgsins, samhæft hegðunarmynstur hans, hreyfiafl og hugmyndafræðilegt burðarþol, sem fengið hefur byr undir báða vængi með hinni nýju tækni. „Ef þú vilt ná forskoti í dag verðurðu að skilja múginn,“ segir Stefán, sem vill ennfremur meina að trommustúss hans á sveitaböllunum forðum daga hafi vakið með- vitund hans um þau „voldugu hughrif“ sem fylgja því að „beisla múg með endurtekningunni.“ Og hann heldur áfram: Hvað er múgurinn að segja sjálfum sér? Herferðir gegn fyrirtækjum, hvernig eiga þau að bregðast við? Kapítalísk réttindabarátta. Hvers konar vara er sameinandi í hverju tilviki? Sérðu ekki möguleikana? Við notum gögnin, við notum gröfin, við notum aldagamlar pælingar um sálfræði og heimspeki múgsins. Allt saman. Allt sem virkar. Algóritminn okkar malar þetta allt saman. Við seljum vinnu okkar hverjum þeim sem hefur þörf fyrir hana. Við getum aðstoðað ríkisstjórnir, skó- framleiðendur, góðgerðarsamtök. Nefndu það bara. Áhuginn á þessu er endalaus. Enginn hefur tæknina sem við höfum. (Bls. 154–155) Bókin rekur framvindu verkefnisins, einkennilegs og ópersónulegs samstarfs Stefáns og Arnmundar, sem og sambands Arnmundar við Auði sem hefst með ágætis flugi en þynnist svo hægt og bítandi út og verður loks að engu, kannski fyrst og fremst vegna tregðu beggja til að undirgangast „rimla skuld- setningarinnar“ og hlaða í „eitt stykki ungabarn saman – sinn eigin Atla
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.