Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Page 73

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Page 73
M i t t í m e r k i n g a r k r í s u n n i TMM 2018 · 2 73 og öfund bera grímu tískunnar, þar sem ágirnd er dulbúin sem valfrelsi.“37 Í annarri grein um sömu krísu hafði blaðið eftir stórlaxi úr auglýsinga- bissnissnum að ákveðið hefði verið að fara mjúku leiðina, hægja á ágengni og sókndirfsku en halda áfram „samskiptum við almenning“ – eins og hann kallaði starfsemina – ekki síst „í ljósi orða Bush forseta um mikilvægi þess að halda ótrauð áfram.“ Viðmælendur blaðsins innan úr geiranum voru sam- mála um mikilvægi þess að auglýsa samúð og senda markhópum sínum þau skilaboð að iðnaðurinn fyndi líka til, en gera hlé á hlutum á borð við líftrygg- ingaauglýsingar.38 En „dauðsföll og harmleikir eiga sér stað á hverjum degi, hverja mínútu, ekki aðeins í fyrrum Þriðja heiminum, heldur jafnvel í New York, jafnvel í Ameríku,“ sagði Wilson og spurði: „Hvers vegna hefur engum þótt auglýsingastarfsemi svívirðileg áður?“39 Svarið er að finna í orðum breska heimspekingsins John Gray um árásar- mennina: „Þeir knésettu heila heimsmynd.“40 Útilokað er að andæfa þeirri fullyrðingu – sama hvaða ólíku merkingu hver og einn les í atburðina: hvort sem árásirnar voru einföld birtingarmynd hreinræktaðrar illsku; verk „vitfirringa,“ eins DV hafði eftir rithöfundinum Ólafi Jóhanni Ólafssyni;41 beindust – réttilega eða ekki – að hjarta kapítalismans og æðakerfi Banda- ríkjahers; voru auðmýkjandi staðfesting á varnarleysi valdamesta ríkis heims, eins og ofangreindur Gray nefnir; staðfesting á þyngdarlögmáli Malcolms X og Wards Churchill; vitnisburður þess að „það sem fer upp kemur niður,“ eins og segir í lagi bandarísku hljómsveitarinnar Blood, Sweat & Tears; innan- búðarverk yfirvalda, eins og samsæriskenningasinnar vilja meina; póstmód- ernísk árás á nútímann, eins og ayn-randískir objektívistar héldu fram;42 liður í órum bin Laden um að setja á fót íslamskt stórveldi sem barist gæti við önnur, líkt og bandaríski stærðfræðingurinn Ted Kaczynski, stundum kallaður Unabomber, taldi líklegast;43 endalok „endaloka sögunnar“ og tákn- rænn upphafspunktur svokallaðra menningarátaka (e. clash of civilizations) sem stjórnmálafræðingurinn Samuel Huntington boðaði tæpum áratug áður;44 hinn „fullkomni atburður, ‚móðir‘ allra atburða,“ eins og franski heimspekingurinn Jean Baudrillard velti upp;45 fullkomið listaverk, móðir allra listaverka à la Stockhausen; eða „vel heppnuð árás á ímyndunaraflið,“ eins og Richard Schecner, prófessor við New York University, komst að orði í ritgerð út frá ummælum Stockhausens.46 Heldur verður þeim varla and- mælt, ummælum Halldórs Ásgrímssonar, þá utanríkisráðherra, að „[s]eint eða aldrei [muni] mönnum líða úr minni þær ógnvekjandi myndir sem fyrir augu bar er tveimur farþegaþotum var flogið á turnana tvo í New York,“ þó eflaust verði þess „langt að bíða að við áttum okkur til fullnustu á þýðingu [árásanna].“47 Nafni hans, Halldór Armand, hefur sagt að við upphaf ritunar Aftur og aftur hafi hann fátt vitað annað en að sagan kæmi til með að hefjast 11. sept- ember 2001. „Að mörgu leyti finnst mér eins og heimurinn hafi byrjað þá og allt sem hafi gerst síðan hafi verið eins og gárur þess dags.48 Bókin hefst
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.