Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Síða 73
M i t t í m e r k i n g a r k r í s u n n i
TMM 2018 · 2 73
og öfund bera grímu tískunnar, þar sem ágirnd er dulbúin sem valfrelsi.“37
Í annarri grein um sömu krísu hafði blaðið eftir stórlaxi úr auglýsinga-
bissnissnum að ákveðið hefði verið að fara mjúku leiðina, hægja á ágengni
og sókndirfsku en halda áfram „samskiptum við almenning“ – eins og hann
kallaði starfsemina – ekki síst „í ljósi orða Bush forseta um mikilvægi þess
að halda ótrauð áfram.“ Viðmælendur blaðsins innan úr geiranum voru sam-
mála um mikilvægi þess að auglýsa samúð og senda markhópum sínum þau
skilaboð að iðnaðurinn fyndi líka til, en gera hlé á hlutum á borð við líftrygg-
ingaauglýsingar.38 En „dauðsföll og harmleikir eiga sér stað á hverjum degi,
hverja mínútu, ekki aðeins í fyrrum Þriðja heiminum, heldur jafnvel í New
York, jafnvel í Ameríku,“ sagði Wilson og spurði: „Hvers vegna hefur engum
þótt auglýsingastarfsemi svívirðileg áður?“39
Svarið er að finna í orðum breska heimspekingsins John Gray um árásar-
mennina: „Þeir knésettu heila heimsmynd.“40 Útilokað er að andæfa þeirri
fullyrðingu – sama hvaða ólíku merkingu hver og einn les í atburðina:
hvort sem árásirnar voru einföld birtingarmynd hreinræktaðrar illsku; verk
„vitfirringa,“ eins DV hafði eftir rithöfundinum Ólafi Jóhanni Ólafssyni;41
beindust – réttilega eða ekki – að hjarta kapítalismans og æðakerfi Banda-
ríkjahers; voru auðmýkjandi staðfesting á varnarleysi valdamesta ríkis heims,
eins og ofangreindur Gray nefnir; staðfesting á þyngdarlögmáli Malcolms X
og Wards Churchill; vitnisburður þess að „það sem fer upp kemur niður,“ eins
og segir í lagi bandarísku hljómsveitarinnar Blood, Sweat & Tears; innan-
búðarverk yfirvalda, eins og samsæriskenningasinnar vilja meina; póstmód-
ernísk árás á nútímann, eins og ayn-randískir objektívistar héldu fram;42
liður í órum bin Laden um að setja á fót íslamskt stórveldi sem barist gæti
við önnur, líkt og bandaríski stærðfræðingurinn Ted Kaczynski, stundum
kallaður Unabomber, taldi líklegast;43 endalok „endaloka sögunnar“ og tákn-
rænn upphafspunktur svokallaðra menningarátaka (e. clash of civilizations)
sem stjórnmálafræðingurinn Samuel Huntington boðaði tæpum áratug
áður;44 hinn „fullkomni atburður, ‚móðir‘ allra atburða,“ eins og franski
heimspekingurinn Jean Baudrillard velti upp;45 fullkomið listaverk, móðir
allra listaverka à la Stockhausen; eða „vel heppnuð árás á ímyndunaraflið,“
eins og Richard Schecner, prófessor við New York University, komst að orði
í ritgerð út frá ummælum Stockhausens.46 Heldur verður þeim varla and-
mælt, ummælum Halldórs Ásgrímssonar, þá utanríkisráðherra, að „[s]eint
eða aldrei [muni] mönnum líða úr minni þær ógnvekjandi myndir sem fyrir
augu bar er tveimur farþegaþotum var flogið á turnana tvo í New York,“ þó
eflaust verði þess „langt að bíða að við áttum okkur til fullnustu á þýðingu
[árásanna].“47
Nafni hans, Halldór Armand, hefur sagt að við upphaf ritunar Aftur og
aftur hafi hann fátt vitað annað en að sagan kæmi til með að hefjast 11. sept-
ember 2001. „Að mörgu leyti finnst mér eins og heimurinn hafi byrjað þá
og allt sem hafi gerst síðan hafi verið eins og gárur þess dags.48 Bókin hefst