Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Qupperneq 80

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Qupperneq 80
S n o r r i Pá l l 80 TMM 2018 · 2 ekki jafnvel og þú að – gettu hvað! – Guð er ekki til, gætu bara drullast til að horfa á nokkrar heimildarmyndir á YouTube og lesa Richard Dawkins þá yrði jarðvistin að paradísinni sem henni er ætlað að vera. (Bls. 149) Í veröld sem þessari – þar sem sýnilegasta og aðgengilegasta svarið við djúpstæðri merkingarkrísu felst í eilífum ferðalögum innávið, sjálfshjálp og sjálfsást, heilun og andlegri hreinsun, gönguhópum á feisbúkk, niðursoðnum óríentalisma undir hæg-ambíent-heimstónlistarteknói, trommuhringjum og tímum í kakóhugleiðslu, í bland við grimmdarskertar góðgerðarpítsur og djamm fyrir geggjaðan málstað, UNICEF-uppistand og fyndnar myllu- merkjaherferðir – virðist liggja í augum uppi að umorða spurningu Kate Tempest og spyrja í fullri einlægni hvort eitthvað sé undarlegt við það að öðru hvoru strengi einhverjir um sig sprengjubelti, skjóti blindandi á götum úti úr súrrealískri skammbyssu Bretons, ræni farþegaþotum og dúndri þeim á skýjakljúfa, taki það sem Stockhausen kallaði „stökk út fyrir öryggið, út fyrir það sem að staðaldri er álitið sjálfgefið, út fyrir lífið,“73 öskrandi vígorð úr munni franska rithöfundarins Michel Houellebecq: „Enginn mun neyða okkur til að stunda jóga!“74 Í fyrrgreindri umfjöllun TIME um sérstöðupunktinn er meðal annars tæpt á áætlunum Ray Kurzweil og annarra einhuga framfaralaxa um að lengja líftíma mannskepnunnar, fyrir tilstilli stöðugrar þróunar örtækninnar, upp að biblískum mörkum – eða stuðla jafnvel að ódauðleika í einhverri mynd með því að millifæra mannshugann yfir á tölvur og vélmenni. Fjöldi fólks er reiðubúinn að sætta sig við þá framtíðarsýn að tölvan geti á endanum orðið greindari en maðurinn, hefur tímaritið eftir Kurzweil, en „hugmyndin um stórkostleg straumhvörf í sambandi við langlífi mannsins – hún virðist vera sérstaklega umdeild.“ Og hann telur sig vita hvers vegna: mannskepnan hefur í gegnum aldirnar varið svo gríðarmikilli orku, tíma og hugsun í þróun heimspeki- og hugmyndakerfa sem einmitt er gert að glíma við grundvallar- spurningar um líf og dauða – og „það er meginástæðan fyrir tilurð trúar- bragða.“75 En línur mást út og segja má að tæknin hafi tekið að sér – eða sé hægt og bítandi að öðlast – hlutverk trúarbragðanna: í veröld sem án guðs- myndar virðist tilgangslaus, ef ekki beinlínis fáránleg, reynir maðurinn ekki einungis að fylla upp í tómið með eigin guðlegu atferli, heldur hreinlega með því að skapa sér nýjan Guð – guðsvél eða vélguð – sem í þetta skiptið er jafn áþreifanlegur og hann var áður óræður og óefniskenndur. Og einbert nægir líkneski ekki. „Glæstasti minnisvarðinn um kapítalisma er kapítalisminn sjálfur,“ sagði Richard Stengel, þá ritstjóri vefhluta TIME, í grein skrifaðri hálfu ári eftir árásirnar á World Trade Center, þar sem hann hvatti til þess að á grunni hinna hrundu turna – sem auðsýnilega hefði verið ráðist á vegna táknrænnar merkingar þeirra – yrði reist bygging til áframhaldandi hýs- ingar þeirrar starfsemi sem fram fór í þeim.76 Með sama hætti mætti segja að glæstasta guðslíkneskið sé Guð sjálfur: líkneski sem fyrir löngu er búið að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.