Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Qupperneq 97

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Qupperneq 97
H e i s e n b e r g í K a u p m a n n a h ö f n TMM 2018 · 2 97 sjá öreindirnar þarf að beita ljósgeislum sem sjálfir eru fullir af orku og geta því haft áhrif bæði á staðsetningu og skriðþunga þeirra. Mismunandi geislum þarf að beita til þess að finna út staðsetninguna annarsvegar og hreyfinguna hins vegar. Því nákvæmar sem við mælum staðsetninguna, því minna vitum við hvert þær stefna og öfugt. Og hvað öreindirnar gera þegar við erum ekki að horfa á þær getum við lítið sagt um. Þar ræður óvissan ríkjum. En hvað segir þetta okkur um söguna? Eðlisfræði sem heimspeki Í verkinu fer Bohr hratt yfir sögu hugmyndanna og segir að lengi vel hafi maðurinn einungis verið peð í sköpunarverki guðs. Ekki var hann fyrr byrjaður að losa sig undan þessari áþján en Newton setur hann inn í aðra vél, heimsmynd sem er eins og gangverk þar sem allt ferðast eftir fyrirfram- gefnum sporbaugum. Það er fyrst með Kaupmannahafnartúlkun þeirra Heisenbergs að maðurinn verður að miðpunkti tilverunnar (Frayn, bls. 69). Sá sem horfir á skiptir jafn miklu máli og það sem hann sér. Hann er ekki lengur aðeins tannhjól í klukku alheimsins, heldur skapar veröldina á sinn hátt þegar hann ber hana augum. 18. aldar stærðfræðingurinn Pierre Simon Laplace lagði út af þessari hug- mynd Newtons og spáði því að ef við gætum vitað hvar allt væri staðsett í heiminum á einhverri stundu, þá ættum við að geta sagt fyrir um hvernig allt muni fara um ókomna framtíð (Gleick, bls. 14). Allt hefur jú áhrif á allt annað og með því að reikna út skriðþunga hvers fyrirbæris ættum við að vita hvað gerist næst og þannig koll af kolli. Þetta var auðvitað praktískt ómögulegt á hans tíma, en gæti ef til vill orðið hægt með ofurtölvum framtíðarinnar. Heisenberg gerir slíkar hugmyndir merkingarlausar, því við getum ekki einu sinni vitað bæði staðsetningu og skriðþunga einnar einustu eindar (Gribbin, bls. 208). Ef við vitum ekki hvar fyrirbærin eru staðsett í dag getum við ekki sagt með neinni vissu hvar þau verða á morgun. Það eina sem við getum sagt til um er hvar þau voru stödd í gær. Og þó tók rúma hálfa öld þar til óvissu- lögmálið fór að hafa teljandi áhrif á sagnfræðina. Eðlisfræði sem mannkynssaga Ári áður en leikritið fór fyrst á svið, eða 1997, kom bókin Virtual History út. Í henni velta sagnfræðingar því fyrir sér hvernig sagan hefði getað þróast öðruvísi en raunin varð. Meðal spurninga má nefna: Hvað hefði gerst ef Bret- land hefði ekki tekið þátt í fyrri heimsstyrjöldinni; hvað ef Hitler hefði sigrað Sovétríkin í þeirri síðari eða þá hvað ef þau hefðu ekki hrunið yfirhöfuð? Sumir litu á þetta sem helberar vangaveltur sem ættu lítið skylt við fræðin, en í löngum inngangi útskýrir ritstjórinn Niall Ferguson aðferðafræðina. Eins og Frayn í leikritinu fjallar Ferguson um þá sögulegu nauðhyggju
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.