Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Síða 100

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Síða 100
Va l u r G u n n a r s s o n 100 TMM 2018 · 2 og ef þeir hefðu lagt allt kapp á kjarnorku strax þá er ekki ósennilegt að þeir hefðu orðið á undan Bandaríkjamönnum. En stefna nasista gerði það frá upphafi ólíklegt að svo gæti orðið. Þegar eðlisfræðingurinn Max Planck benti Hitler á að óskynsamlegt væri að reka marga af helstu vísindamönnum landsins úr störfum sínum fyrir það eitt að vera gyðingar svaraði Hitler því að ef vísindin gætu ekki án gyðinga verið, þá yrðu Þjóðverjar að komast af án vísinda í nokkur ár“ (Cornwell, bls. 34). Með því að hafna vísindamönnum vegna uppruna þeirra og hrekja þá úr landi svo gott sem útilokuðu nasistar að þeir gætu fundið upp vopnið sem hefði getað gert þeim kleift að vinna stríðið. Því má segja að fall þeirra hafi falist í hugmyndafræði þeirra sjálfra. Þetta er siðfræðilega þægileg niðurstaða og hentar ef til vill betur í einfalt siðferðisdrama en í flókið sálardrama Frayns með sínum ótal túlkunarleiðum. Hið illa þarf að gjalda fyrir illsku sína. Og þó má vera að ein lítil hending hefði getað breytt öllu sem á eftir kom, og siðferðileg niðurstaða sögunnar væri allt önnur. Heisenberg tókst ekki að breyta gangi sögunnar með kjarnavopnum, en að öðru leyti má segja að við lifum öll í heimi hans. Ef sá sem skoðar hlutina skiptir jafn miklu máli og það sem skoðað er, eru þá ekki allar túlkunarað- ferðir jafn réttháar, allar skoðanir jafngildar og enginn leið að greina á milli falskra frétta og raunverulegra? Eða er ef til vill orðið tímabært að koma böndum á óvissulögmálið á ný? Heisenberg sagði jú að við gætum aðeins vitað hvað fyrirbæri gera þegar við vörpum birtu á þau, að teknu tilliti til þeirra áhrifa sem ljósgeislinn hefur á þau, en ekki um það sem þau gera annars. En þetta er ekki það sama og að segja að við getum ekki vitað neitt, eða að það sé til lítils að skoða hlutina yfir höfuð. Við getum þó að minnsta kosti vitað annaðhvort staðsetningu eða hraða rafeinda, þó við getum ekki skoðað bæði í einu. Og við getum vitað með nokkurri vissu hvernig þær hafa hagað sér hingað til, að minnsta kosti svo lengi sem fylgst hefur verið með þeim. Það er út frá þeim staðreyndum sem þó eru mælanlegar að við getum byrjað að velta fyrir okkur heiminum og svo giskað í eyðurnar út frá líkindum. Allur skilningur hlýtur að eiga upphaf sitt í staðreyndunum, jafnvel þó þær geti ekki sýnt okkur alla myndina. Um þetta ættu bæði eðlisfræðin og sagnfræðin að geta verið sammála. Tilvísanir 1 Exactly where you go as you ramble around is of course completely determined by your genes and the various physical forces acting on you. But it’s also completely determined by your own entirely inscrutable whims from one moment to the next. So we can’t completely understand your behaviour without seeing it both ways at once, and that’s impossible. 2 „Not a tenth of it. But he has ten times the eagerness to do it. It might be a very different story if it’s Diebner who puts the case at our meeting with Albert Speer.” 3 “And suddenly a very different and very terrible new world begins to take shape.”
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.