Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Qupperneq 117

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Qupperneq 117
H u g v e k j u r TMM 2018 · 2 117 En nú er rétt að líta á rökin fyrir hag- fræðikenningunni. Hinir svokölluðu klassísku hagfræðingar, svo sem Ricardo og samtímamenn hans, höfðu mestu skömm á franskri hagfræði, en með einni undantekningu þó, það var lög- málið sem kennt er við Jean-Baptiste Say. Töldu þeir það mikilvæga viðbót við sínar kenningar, eins konar loka- stein byggingarinnar, og þannig var það fellt inn í klassíska hagfræði þar sem það hefur verið allar götur síðan. Sam- kvæmt þessu lögmáli getur aldrei orðið offramboð á neinu, hvorki vörum, vinnuafli né fjármagni, slíkt geti í raun- inni ekki átt sér stað. Vörur eru aldrei keyptar með neinu öðru en öðrum vörum, sagði Say, menn framleiða og selja vörur sínar ekki til að safna pen- ingum, heldur til að kaupa eitthvað annað, einhverjar aðrar vörur. Þannig eru peningar ekki annað en einfaldur milliliður, og í rauninni varla til, hlut- verk þeirra er a.m.k. sáralítið. Þess vegna er rangt að segja að of mikið framboð sé af einhverri vöru á markaði, of mikið hafi verið framleitt af henni, rétt er að segja að það sé skortur á öðrum vörum til að kaupa hana, ekki hafi nógu mikið verið framleitt af þeim. Þar sem þarfir manna séu óendanlega miklar verður niðurstaðan því sú að um leið og mikið framboð sé af einni vöru fari menn hver um annan þveran að framleiða aðrar vörur til að geta keypt hana. Þetta gerist af sjálfu sér á frjálsum markaði fyrir skikkan hulduhandarinn- ar. Niðurstaðan er því sú að ævinlega sé til markaður fyrir allar vörur, ævinlega tækifæri til að fjárfesta á arðbæran hátt og ævinlega næg atvinna, því ef einhver missi atvinnu í einni atvinnugrein hljóti hann að fá vinnu þegar í stað við ein- hverja aðra sýslan. Atvinnuleysi er sem- sagt ekki til, og eðlileg ályktun af þeirri kenningu er þá sú að ef menn sitja auðum höndum er það af því að þeir nenna ekki að vinna, quod erat demonstrandum. Þetta hljómaði sætlega í eyrum hinna klassísu hagfræðinga í Englandi, þetta höfðu menn þar í landi ævinlega vitað en skort rök fyrir því. Og síðan hefur kenningin gengið ljósum logum í vís- indalegri hagfræði. Undanfarin ár hefur það t. d. verið efnahagsstefna valdhafa í Frakklandi að leysa vandamál landsins með því að stuðla að auknu framboði á vörum í þeirri sannfæringu að þá muni allt fara aftur á stað, menn fari væntan- lega að keppast við að búa til nýjar vörur til að anna öllu þessu framboði. Í því skyni er reynt að stuðla að því að gera fyrirtæki sem samkeppnishæfust, t.d. með því að hafa launin sem lægst, vinnutímann sem lengstan, og draga úr getu vinnandi fólks til að vera með ein- hvern kjaft, svo sem með því að draga vígtennurnar úr verkalýðsfélögum. Það er óþarfi að hafa einhverjar áhyggjur af kaupgetu, hún kemur af sjálfu sér ef menn vinna nógu mikið og lengi. En þetta hlýtur einnig að ráða barátt- unni gegn hinu svokallaða atvinnuleysi, það er með öllu út í hött að reyna að stuðla að aukinni atvinnu – um það sér frjáls markaður – og því síður að gauka að mönnum atvinnuleysisbótum, best að draga úr þeim, þótt ekki sé hægt að ganga þá braut alla leið, af pólitískum ástæðum. Fyrsta atriðið er vitanlega að auka eftirlit með hinum svokölluðu „atvinnuleysingjum“ og strika þá mis- kunnarlaust út af skránum ef þeir eru með einhverja pretti, þeir t.d. hafna til- boði um vinnu undir því yfirskyni að til að taka því þyrftu þeir að flytja langar leiðir með fjölskylduna, og á því hafi þeir ekki efni, eða þá að makanum hafi boðist vinna á allt öðrum stað. Mönnum er uppálagt að líta svo á að atvinnuleys- ingi sé einhvers konar svindlari. Annað
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.