Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Síða 119
H u g v e k j u r
TMM 2018 · 2 119
Kannske er það þess vegna að þessi
kostur er ekki nefndur í dagskránni.
En tölvan má aldrei bíða of lengi.
Þegar klukkan slær fjögur er því ráðleg-
ast að atvinnuleysinginn setjist enn við
skerminn, en í þetta skipti til að sinna
sínum nettengslum, senda tölvubréf í
allar áttir, svara tölvubréfum, hafa sam-
band við vini sína um allar jarðir svo
tengslin rofni ekki og blogga í gríð og
erg. Það dregur athygli annarra að
atvinnuleysingjanum. Þetta er mikið
starf og því er ætlaður til þess einn og
hálfur klukkutími, sem verður þó að
teljast í knappasta lagi.
Með þessu lýkur dagskrá þeirri sem
stofnunin mælir með, klukkan er orðin
hálf sex og ekkert er sagt um kvöldið,
sem atvinnuleysingin getur hagað eftir
sinni hentisemi, en ljóst er að hann
getur farið í kvikmyndahús, leikhús,
ballett og tónleika, og sömuleiðis hefur
hann tíma til að fara í óperuna, þar sem
sýningar hefjast einmitt klukkan sjö.
Hann getur líka sest niður til að lesa
uppilegar bækur, einkum og sér í lagi
fyrir atvinnuleysingja, svo sem hin
gagnmerku rit eftir frumkvöðlana
Malthus og Ricardo sem útskýra hversu
rangt og skaðlegt það sé að hjálpa fátæk-
lingum og hve nauðsynlegt að færa þeim
sjálfum þennan boðskap, svo þeir öðlist
æðri skilning. Úr mörgu er að velja.
Þessi leið að ráða bug á vandamáli
atvinnuleysis þykir jákvæð, hún hefur
nefnilega þann mikla kost að færa
ábyrgðina frá ríkisvaldinu, sem á að
skipta sér sem minnst af málefnum
atvinnunnar, og yfir á einstaklinginn
þar sem hún á að vera. Menn hafa
reyndar talið uppreisn frjálshyggjunnar
það til gildis að hún hafi gert hvern og
einn ábyrgan fyrir sínu eigin lífi. Það
var í þessum anda sem forsætisráðherra
Frakklands komst svo að orði frammi
fyrir hóp verkamanna sem voru að mót-
mæla því að margir höfðu orðið
atvinnulausir eftir að verksmiðju hafði
verið lokað (og gætti þess þá ekki að
hljóðneminn var virkur): „Af hverju
leita þessir andskotans menn sér ekki að
vinnu fremur en æpa svona öllum til
ama?“
Í raun og veru er þessi dagskrá handa
atvinnuleysingjum eitt hið mesta fram-
lag til þjóðfélagsmála síðan Marie-Anto-
inette spurði hinnar frægu spurningar:
„Ef almenning vantar brauð, af hverju
borðar hann þá ekki „brioche“?“ En
„brioche“ er kökutegund sem kölluð
hefur verið „smjörbrauð“ á íslensku.
Þetta voru orð að sönnu, kannski hefði
mátt komast hjá frönsku byltingunni ef
fólk hefði farið að borða smjörbrauð.
Þetta hugleiði ég gjarnan, og þegar ég
geng út á morgnana og sé skítugan
atvinnuleysingja sofandi á bekk velti ég
því fyrir mér hvers vegna hann sé ekki
að gera líkamsæfingar til að örva vinnu-
löngunina. Og þegar ég geng út um eft-
irmiðdaginn og sé hann vera að betla,
velti ég því fyrir mér hvers vegna hann
sitji ekki við tölvuna til að miða út eitt-
hvert afleysingadjobb meðan hann bíður
eftir starfi sem henti sérstaklega hæfi-
leikum hans. Og þegar ég fer í neðan-
jarðarlest á kvöldin og sé hann koma sér
fyrir á pappaspjaldi á lestarpallinum, þá
spyr ég í forundran: „Af hverju er hann
ekki í óperunni að lesa Ricardo milli
þátta?“