Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Qupperneq 119

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Qupperneq 119
H u g v e k j u r TMM 2018 · 2 119 Kannske er það þess vegna að þessi kostur er ekki nefndur í dagskránni. En tölvan má aldrei bíða of lengi. Þegar klukkan slær fjögur er því ráðleg- ast að atvinnuleysinginn setjist enn við skerminn, en í þetta skipti til að sinna sínum nettengslum, senda tölvubréf í allar áttir, svara tölvubréfum, hafa sam- band við vini sína um allar jarðir svo tengslin rofni ekki og blogga í gríð og erg. Það dregur athygli annarra að atvinnuleysingjanum. Þetta er mikið starf og því er ætlaður til þess einn og hálfur klukkutími, sem verður þó að teljast í knappasta lagi. Með þessu lýkur dagskrá þeirri sem stofnunin mælir með, klukkan er orðin hálf sex og ekkert er sagt um kvöldið, sem atvinnuleysingin getur hagað eftir sinni hentisemi, en ljóst er að hann getur farið í kvikmyndahús, leikhús, ballett og tónleika, og sömuleiðis hefur hann tíma til að fara í óperuna, þar sem sýningar hefjast einmitt klukkan sjö. Hann getur líka sest niður til að lesa uppilegar bækur, einkum og sér í lagi fyrir atvinnuleysingja, svo sem hin gagnmerku rit eftir frumkvöðlana Malthus og Ricardo sem útskýra hversu rangt og skaðlegt það sé að hjálpa fátæk- lingum og hve nauðsynlegt að færa þeim sjálfum þennan boðskap, svo þeir öðlist æðri skilning. Úr mörgu er að velja. Þessi leið að ráða bug á vandamáli atvinnuleysis þykir jákvæð, hún hefur nefnilega þann mikla kost að færa ábyrgðina frá ríkisvaldinu, sem á að skipta sér sem minnst af málefnum atvinnunnar, og yfir á einstaklinginn þar sem hún á að vera. Menn hafa reyndar talið uppreisn frjálshyggjunnar það til gildis að hún hafi gert hvern og einn ábyrgan fyrir sínu eigin lífi. Það var í þessum anda sem forsætisráðherra Frakklands komst svo að orði frammi fyrir hóp verkamanna sem voru að mót- mæla því að margir höfðu orðið atvinnulausir eftir að verksmiðju hafði verið lokað (og gætti þess þá ekki að hljóðneminn var virkur): „Af hverju leita þessir andskotans menn sér ekki að vinnu fremur en æpa svona öllum til ama?“ Í raun og veru er þessi dagskrá handa atvinnuleysingjum eitt hið mesta fram- lag til þjóðfélagsmála síðan Marie-Anto- inette spurði hinnar frægu spurningar: „Ef almenning vantar brauð, af hverju borðar hann þá ekki „brioche“?“ En „brioche“ er kökutegund sem kölluð hefur verið „smjörbrauð“ á íslensku. Þetta voru orð að sönnu, kannski hefði mátt komast hjá frönsku byltingunni ef fólk hefði farið að borða smjörbrauð. Þetta hugleiði ég gjarnan, og þegar ég geng út á morgnana og sé skítugan atvinnuleysingja sofandi á bekk velti ég því fyrir mér hvers vegna hann sé ekki að gera líkamsæfingar til að örva vinnu- löngunina. Og þegar ég geng út um eft- irmiðdaginn og sé hann vera að betla, velti ég því fyrir mér hvers vegna hann sitji ekki við tölvuna til að miða út eitt- hvert afleysingadjobb meðan hann bíður eftir starfi sem henti sérstaklega hæfi- leikum hans. Og þegar ég fer í neðan- jarðarlest á kvöldin og sé hann koma sér fyrir á pappaspjaldi á lestarpallinum, þá spyr ég í forundran: „Af hverju er hann ekki í óperunni að lesa Ricardo milli þátta?“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.