Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Page 121

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Page 121
H u g v e k j u r TMM 2018 · 2 121 að forsetinn geti veitt uppreist æru, ekki að hann verði að gera það. Það er bara hefð að forsetinn skrifi undir svona pappíra. Til þess að æra Guðna bíði ekki hnekki af þessu þarf að hafa þá skoðun að einstaklingurinn sem gegnir embætt- inu sé ekki sami aðili og sá sem fremur embættisverkin. Að embættismaðurinn hafi skyldur sem neyði hann til að gera hluti sem persónunni sem gegnir emb- ættinu geta verið þvert um geð. Embætt- ismaðurinn er samkvæmt þessu dálítið eins og leikari. Hann þarf bara að leika hlutverk sitt – og eins og leikarinn getur hann gert það vel eða illa – en hann ber ekki ábyrgð á embættisverkum sínum fremur en sá sem leikur Makbeð ber ábyrgð á morðinu á Dungaði. Þegar talað er um að embættismenn, og fólk í valdastöðum yfirleitt, beri svo mikla ábyrgð er ekki átt við að það sé mikil hætta á að þau þurfi í raun og veru að taka ábyrgð á því ef ákvarðanir þeirra leiða til skaða fyrir aðra – það er mjög lítil hætta á því – heldur er átt við að þau beri ábyrgð á að leika rulluna rétt. Ef þau gera það, fara eftir leikreglunum, hversu vitlausar eða ósiðlegar sem þær eru, þá geta þau verið viss um að þurfa ekki að taka ábyrgð á afleiðingunum. Embættismenn eru því ekki bundnir af siðferðiskennd sinni við meðferð þess valds sem þeim er gefið. Hvaða tilgangi þjónar það? Eitt er að líf embættismann- anna er þægilegra ef þeir þurfa ekki að svara fyrir ákvarðanir sínar sem full- veðja manneskjur. En tilgangurinn með þessu fyrirkomulagi er þó ekki að létta embættismönnum störf sín – þó það sé ein afleiðingin. Tilgangurinn er fremur að tryggja samkvæmni og þeir sem verja það benda gjarnan á að þannig megi hindra að geðþótti ráði ákvarðanatök- unni: á meðan embættismaðurinn fer eftir reglum og hefðum í embættisfærslu sinni er réttmæti afgreiðslunnar hafið yfir vafa. Það má vera, en að sama skapi er ljóst að það tryggir ekki að skynsemi eða réttlæti ráði ætíð för. Það geta flestir fallist á að samkvæmni í afgreiðslum stjórnsýslunnar hljóti að vera af hinu góða en þegar hún trompar skynsemi og réttlæti þá er ekki skrýtið þó fólki sé brugðið. Það er þó alvanalegt að réttlæti hafi ekki framgang af því að það er talið mikilvægara að varðveita samkvæmni stjórnsýslunnar. Það er einmitt í kyn- ferðisbrotamálum sem það er svo gott sem regla: fæstar nauðganir eru til- kynntar og þær fáu sem eru tilkynntar leiða fæstar til ákæru. Líkurnar á að nauðgarar í samfélagi okkar þurfi að taka ábyrgð á gerðum sínum eru sára- litlar. En það er ekki hægt að kvarta undan skorti á samkvæmni í því hvern- ig kerfið meðhöndlar þennan mála- flokk. Hversvegna er þetta svona? Hversvegna er samkvæmni talin mikil- vægari en réttlæti? Svarið felst í takmarkaðri ábyrgð. Takmörkuð ábyrgð er hugtak úr hlutafélagarétti þar sem það lýsir því að hluthafar í fyrirtæki bera ekki ábyrgð á öðru en eigin hlutafé. Ef fyrirtækið fer á hausinn er ekki hægt að ganga á aðrar eignir þeirra en hlutaféð og þeir bera ekki ábyrgð sem einstaklingar á hátt- semi fyrirtækisins þegar það veldur skaða. Það er augljóslega hagstætt að bera takmarkaða ábyrgð – eigendur hlutafélaga þurfa ekki að taka fulla ábyrgð á gerðum eða gjaldþrotum fyrir- tækisins og forsetar þurfa ekki að taka ábyrgð á því sem þeir skrifa undir þó hvorttveggja geti haft hörmulegar afleiðingar fyrir annað fólk. En það eru ekki bara hlutafjáreigend- ur og embættismenn sem sækjast eftir því að bera takmarkaða ábyrgð heldur svo gott sem allir sem hafa völd og áhrif í samfélagi okkar. Í raun er það að hafa völd og áhrif það sama og að bera tak-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.