Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Page 133
U m s a g n i r u m b æ k u r
TMM 2018 · 2 133
reynslu uppvaxtaráranna. Að mati
Kamillu hefur Gústi ekki náð að yfir-
vinna reiðina í garð móðurinnar, hann
hefur ekki „náð þessari hreinsun og
æðruleysi heldur virtist hann sækja í
sársaukann“ (51). Kamilla telur hann
byggja „sjálfsmynd sína nánast á þessum
tregafulla harmleik æskunnar. Það var
rauði þráðurinn sem hann spann sögu
lífs síns úr“ (51). Þessu fylgir að Gústi,
sem sjálfur er giftur og tveggja barna
faðir, leggur sig í líma við að halda fyrir-
myndarheimili þar sem yfirborðið er
slétt og fellt og „allt nýmóðins og flott“
(23) en ljóst er að yfirborðsskurnin er
þunn og brothætt. Framan af virðist
Kamilla hins vegar búa yfir traustari
sjálfsmynd og hafa góða stjórn á lífi sínu
sem söngkona og einstæð móðir hins
tvítuga Bjarna, þótt fjárráðin séu ekki til
að hrópa húrra fyrir. Smám saman
kemur þó í ljós að Kamilla er haldin
dæmigerðu heilkenni hins vanrækta
barns sem leggur mikið á sig til að halda
heiminum saman, er mjög umhugað um
álit annarra (12), alltaf að hugsa um aðra
(33) og að þeim líði vel (57). Hún er sem
sagt haldin meðvirkni á háu stigi og
meðvirknin leiðir hana jafnvel út í kyn-
líf sem hún hefur í raun engan áhuga á,
eins og lýst er í einni vandræðalegustu –
en um leið tragíkómískri – senu frá-
sagnarinnar (114–117). Sálgreinir
Kamillu telur að „þar sem henni var í
æsku kennt að taka fullkomið tillit til
móður sinnar“ hafi hún „þróað með sér
þann eiginleika að óttast eilíflega að
geðjast ekki öðrum og valda þeim von-
brigðum“ (118). Sjálf fellst hún á þessa
greiningu og viðurkennir að „[h]elst
vildi hún alltaf hafa alla í kringum sig
góða og ánægða, einkum og sér í lagi
ánægða með hana“ (119). Vísbending
um þessi persónueinkenni Kamillu er ef
til vill einnig fólgin í nafni hennar en
bent er á að Camillus er nafn á verndara
altarisins og ambátt helgiþjónustunnar
„og einnig þýðir nafnið fullkomnun“
(189). Í yfirfærðri merkingu má sjá
Kamillu sem verndara fjölskylduímynd-
arinnar sem hún vill upphefja og lag-
færa; hafa sem fullkomnasta. Það er
þessi þörf sem leiðir Kamillu að lokum
út í miklar ógöngur eins og á eftir að
koma á daginn. Þegar Kamilla les sendi-
bréf móður sinnar, sem hún finnur í
vesturför sinni, kemur berlega í ljós að
ekki er fullkomlega gróið yfir sár barn-
æskunnar. Kamilla hugsar með skelf-
ingu til þess að efni þeirra verði opin-
berað almenningi í ævisögunni sem list-
fræðingurinn Þórey hyggst skrifa í
tengslum við sýninguna. Hún veltir
fyrir sér hvort réttlætanlegt sé að „und-
irstrika gömlu ímyndina af móður
hennar sem syndara og óábyrgri glyðru
og útsetja hana fyrir enn meiri skömm
og vanþóknun?“ (132). Ætti hún ef til
vill að halda bréfunum leyndum eða
grípa til enn róttækari aðgerða?
Móðurlífið
Í gegnum sendibréfin gefst lesandanum
tækifæri til að kynnast listakonunni
Sirrí beint og milliliðalaust. Sú mynd
sem dregin hefur verið upp af henni
fram að því að bréfin finnast er ófögur
en um leið harmræm. Við vitum að hún
valdi listina fram yfir fjölskylduna en
einnig að hún dó úr ólifnaði, „að þrot-
um komin á líkama og sál, þjökuð af
sektarkennd og sjálfshatri“ (68). En við
vitum líka að listaverk hennar skipta
máli í íslenskri listasögu, að hún var
frumkvöðull og áhrifavaldur, enda tæki
Listasafn Reykjavíkur verk hennar varla
til sýninga ef svo væri ekki. Það að list
Sirríar „virtist oft hafa stuðandi áhrif á
fjölskyldumeðlimina“ (39) skiptir að
endingu engu máli í hinu stærra sam-
hengi, eins og listfræðingurinn reynir
að koma Kamillu í skilning um þegar