Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Síða 138

Tímarit Máls og menningar - 01.05.2018, Síða 138
U m s a g n i r u m b æ k u r 138 TMM 2018 · 2 vekja sem nú eru hvað vinsælastar eru gott dæmi um þetta, þær byrja illa og svo versna þær. Annað sem ber að taka fram er að formúlur eru allsstaðar í bókmenntum, ekki bara í þeim bókmenntagreinum sem almennt eru taldar tilheyra lág- menningu. Þroskasagan er ekkert annað en formúla og það sama má segja um fjölskyldusöguna með öllum sínum síendurteknu átökum milli kynslóða, systkina og maka. Formúlan er því ekki vandamál í sjálfu sér, heldur hvernig á henni er haldið. Þetta veit Stefán Máni vel og því tekur hann fyrir þessa umræðu. Og alveg eins og formúlan krefst er það sá sem fordæmir hana mest sem fellur fyrir henni – allir góðir hrollvekjuaðdáendur vita að það að hafna því að óvættur gangi laus er ávísun á vandræði. Kol- brún hinsvegar, hin síhrædda og veik- geðja, er sú sem ræður við ástandið þegar í draugahúsið er komið. Aftur er það í takt við þekkt stef formúlunnar; eftir upplausn og blóðug dráp er það kona sem stendur ein eftir. Draugahúsið er eitt af klassískustu stefjum hrollvekjunnar og rekur sögu sína alveg aftur til ‚fyrstu‘ gotnesku skáldsögunnar, The Castle of Otranto eftir Horace Walpole (1764), en þar ganga draugar fortíðar og forfeðra ljós- um logum. Húsið, eða heimilið, er inn- blástur frægrar umfjöllunar Freuds um óhugnaðinn. Kenning hans gengur í stuttu máli út á að það sem á að vera kunnuglegt – heimilislegt – á það til að hverfast í andstæðu sína og verða hroll- vekjandi, ókennilegt. Í dag er það sem undraði Freud svo mjög í upphafi tutt- ugustu aldar orðið almennt viðurkennt; heimilið er ekki endilega griðastaður og þar fer oft fram versta ofbeldið. Hroll- vekjan hefur löngum verið mikilvægur vettvangur umfjöllunar um félagsleg mein af þessu tagi þar sem draugagang- ur og ill öfl taka á sig táknræna mynd fjölskylduvandamála. Þetta nýtir Stefán Máni sér í Skugg- unum. Eftir umræðurnar um hrollvekj- ur, ímyndunarafl og ótta sitja þau hjúin við eldinn og Kolbrún „starir inn í myrkrið. Einhvers staðar á heiðinni leynist hús, gamalt eyðibýli sem senni- lega er að hruni komið. Í Smáíbúða- hverfinu í Reykjavík er annað hús sem hugsanlega er rústir einar en er eflaust enn í góðu standi. Það er húsið sem Kol- brún ólst upp í, steypukassinn sem var leiksvið æsku hennar.“ (98) Æska Kolbrúnar var ekki til fyrir- myndar og ásókn hennar í hrollvekjur er afleiðing þessa: […] hún horfir ekki til þess eins að upp- lifa ótta og hrylling, heldur horfir hún í þeirri veiku von að óttinn og hryllingur- inn í myndinni séu meiri en hennar eigin og fái hana þar með til að gleyma öllu því slæma og skelfilega sem býr innra með henni sjálfri. […] Í stuttu máli reynir hún ítrekað að reka út illt með illu, eins og segir í Biblíunni […] Ekki að hún sé ill, langt frá því. En hún geymir alls konar illsku – atburði og minningar frá því hún var barn og unglingur. (93–4) Hryllingsmyndirnar eru því hennar til- raun til terapíu, sem vissulega reynist kannski ekki sérlega vel heppnuð. Og eins og áður segir er leitin að hús- inu heldur ekki sérlega vel heppnuð framan af, því það finnst alls ekki þar sem GPS-hnit frönsku ferðamannanna sýndu að það ætti að vera: „[…] þau voru viss um að húsið væri þarna. […] En stóð þeim kannski beygur af því? […] Já, eiginlega. Þau töluðu um húsið í hálfkveðnum vísum, eins og þau bæru lotningarfulla virðingu fyrir því – eða væru dauðhrædd við það.“ (187) Timmi hrekkur upp úr þessum hugleiðingum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.