Ófeigur - 15.08.1950, Blaðsíða 18

Ófeigur - 15.08.1950, Blaðsíða 18
18 ÓFEIGUR yrði til þátttöku í varanlegum heimsfriði, efldi Stalin herafla sinn svo, að sýnilegt var að hann hugði á for- ystu í nýrri heimsstyrjöld. Hinn mikli landher var al- óþarfur af framangreindum ástæðum. Allar stórþjóðir heimsins í Norðurálfu og Vesturheimi lögðu megin- áherzlu á að bæta kjör þegnanna, en urðu þá að sjálf- sögðu að láta vígbúnað sitja á hakanum. En allra mest skar þó úr um hugarfar Stalins og stallbræðra hans hinn mikli kafbátafloti Rússa, sem byggður var eftir stríðið. Sá floti var alóþarfur hinni miklu landeigna- þjóð, sem réð yfir sjötta hluta alls þurrlendis á jörð- unni og það í einni samfellu. Kafbátar Rússa eru vit- anlega fyrst og fremst miðaðir við Atlantshafið. Hvergi annarstaðar hafa þeir sýnilegt verksvið. En ef Rúss- ar hefja áráSarstríð gegn vesturlöndum, þá eru kaf- bátarnir hinir mestu kjörgripir. Þá er vitanlegt, að Rúss- um liggur mest á að hindra Norður-Ameríku frá að veita Englandi og meginlandsþjóðum Norðurálfunnar sams- konar hjálp, eða jafnvel mun meiri heldur en þessi ríki þágu í báðum fyrri heimsstyrjöldum. Má þá segja, að kafbátafloti Rússa fari að eiga nokkurt erindi að strönd- um íslands, mitt í Atlantshafinu. En alóþarfur er sá mikli floti fyrir meginlandsþjóð, sem getur látið víð- áttumiklar sléttur og miskunnarlausan vetur leggja alla innrásarfjendur í gröfina, ef þeir hætta á heimsókn. Rússar gerðu ýmislegt fleira, sem sýndi, að þeim var ekki friður í hug. Þeir lögðu undir sig með hervaldi og flokksofbeldi þrjú ríki við Eystrasalt, Pólland, Tékkó- slóvakíu, Ungverjaland, Rúmeníu, Búlgaríu og Albaníu. Grikkland mundi einnig hafa lent undir járnhæl bolsi- vika, hefði ekki Engilsaxar sent þeim mikinn liðs- auka til að bæla uppreist kommúnista niður. Jafn- framt þessu tóku Rússar af Finnum eitt bezta hérað landsins og ráku burtu alla íbúana, um hálfa milljón manna. Varð finnska þjóðin að taka við þessum flótta- mönnum allslausum og afla þeim húsnæðis og atvinnu annarstaðar í landinu. I ofanálag tóku Rússar af Finn- um landspildu, rétt hjá Helsingfors og ráku alla Finna þaðan burtu, en víggirtu nesið. Enn fá finnskar járn- brautarlestir að fara yfir sneið af þessu landi, en þá láta rússneskir eftirlitsmenn draga jámhlera fyrir alla glugga á vögnunum og hafa sjálfir lyklavaldið. Eru gluggamir fyrst opnáðir, þegar lestin kemur inn í sjálft
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.