Ófeigur - 15.08.1950, Side 18

Ófeigur - 15.08.1950, Side 18
18 ÓFEIGUR yrði til þátttöku í varanlegum heimsfriði, efldi Stalin herafla sinn svo, að sýnilegt var að hann hugði á for- ystu í nýrri heimsstyrjöld. Hinn mikli landher var al- óþarfur af framangreindum ástæðum. Allar stórþjóðir heimsins í Norðurálfu og Vesturheimi lögðu megin- áherzlu á að bæta kjör þegnanna, en urðu þá að sjálf- sögðu að láta vígbúnað sitja á hakanum. En allra mest skar þó úr um hugarfar Stalins og stallbræðra hans hinn mikli kafbátafloti Rússa, sem byggður var eftir stríðið. Sá floti var alóþarfur hinni miklu landeigna- þjóð, sem réð yfir sjötta hluta alls þurrlendis á jörð- unni og það í einni samfellu. Kafbátar Rússa eru vit- anlega fyrst og fremst miðaðir við Atlantshafið. Hvergi annarstaðar hafa þeir sýnilegt verksvið. En ef Rúss- ar hefja áráSarstríð gegn vesturlöndum, þá eru kaf- bátarnir hinir mestu kjörgripir. Þá er vitanlegt, að Rúss- um liggur mest á að hindra Norður-Ameríku frá að veita Englandi og meginlandsþjóðum Norðurálfunnar sams- konar hjálp, eða jafnvel mun meiri heldur en þessi ríki þágu í báðum fyrri heimsstyrjöldum. Má þá segja, að kafbátafloti Rússa fari að eiga nokkurt erindi að strönd- um íslands, mitt í Atlantshafinu. En alóþarfur er sá mikli floti fyrir meginlandsþjóð, sem getur látið víð- áttumiklar sléttur og miskunnarlausan vetur leggja alla innrásarfjendur í gröfina, ef þeir hætta á heimsókn. Rússar gerðu ýmislegt fleira, sem sýndi, að þeim var ekki friður í hug. Þeir lögðu undir sig með hervaldi og flokksofbeldi þrjú ríki við Eystrasalt, Pólland, Tékkó- slóvakíu, Ungverjaland, Rúmeníu, Búlgaríu og Albaníu. Grikkland mundi einnig hafa lent undir járnhæl bolsi- vika, hefði ekki Engilsaxar sent þeim mikinn liðs- auka til að bæla uppreist kommúnista niður. Jafn- framt þessu tóku Rússar af Finnum eitt bezta hérað landsins og ráku burtu alla íbúana, um hálfa milljón manna. Varð finnska þjóðin að taka við þessum flótta- mönnum allslausum og afla þeim húsnæðis og atvinnu annarstaðar í landinu. I ofanálag tóku Rússar af Finn- um landspildu, rétt hjá Helsingfors og ráku alla Finna þaðan burtu, en víggirtu nesið. Enn fá finnskar járn- brautarlestir að fara yfir sneið af þessu landi, en þá láta rússneskir eftirlitsmenn draga jámhlera fyrir alla glugga á vögnunum og hafa sjálfir lyklavaldið. Eru gluggamir fyrst opnáðir, þegar lestin kemur inn í sjálft

x

Ófeigur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.