Ófeigur - 15.08.1950, Side 22

Ófeigur - 15.08.1950, Side 22
22 ÓFEIGUR eigarnir tækju sér alræði og notuðu öll tæki grimmrar valdbeitingar til að halda völdum og aðstöðu, sem feng- in er með ofbeldi. Þessvegna verður að útrýma öllum tegundum frelsis, þar sem kommúnisminn brýzt til valda. Menn þekkja allglögglega aðferðir bolsivika £ Rússlandi og hversu þeir grundvölluðu ríki sitt. Þeir tóku af lífi keisarann og þá af ættmönnum hans, sem til náðist. Þeir drápu eða flæmdu úr landi alla efna- menn og alla sem höfðu annarlegar skoðanir um þjóð- mál. Þeir gáfu í fyrstu leiguliðum í orði kveðnu jarð- ir sínar til að njóta hjálpar bænda móti öðrum stétt- um. En eftir fáein ár tók Stalin jarðirnar aftur af bændum og þjóðnýtti mestallan landbúnað í ríkinu. Er talið að fimm milljónir rússneskra bænda hafi látið lífið í þeim sviptingum. Það má nærri geta, að þegar forráðamenn bolsivika í Rússlandi hafa brotið niður heima í sínu landi alla mótstöðu með útlegð eða dauða- dómum og flæmt burtu alla, sem ekki vildu vilj- ugir beygja kné sín fyrir allsherjarkúgun marxista, þá mundu slíkir menn ekki mildir húsbændur, þegar þeir hefðu tekið stjórntaumana í framandi löndum. Hafa menn í vesturlöndum nú mjög glögga hugmynd um vinnubrögð Rússa í þeim löndum, þar sem þeir hafa náð völdum og nota fámenna kommúnistaflokka sem verkfæri til að beygja alla frjálshuga menn undir hina austrtænu kúgun. Hin nýju vestrænu samtök, Marshall- hjálpin og Atlantshafsbandalagið, eru þess vegna bjarg- ráð, sem frjálsu þjóðirnar grípa til í von um að geta varizt mestu mannlegri hættu sem til er á jörðinni: En það er sigursæl innrás grimmra ofbeldismanna og síðan miskunnarlaus og siðlaus kúgun þeirra um ótald- ar aldir. IX. Tyrkir og Engilsaxar á íslandi. íslendingum hefur gengið erfiðlega að skilja þessa hættu. Kommúnistar og fylgifiskar þeirra gera allt sem þeir geta, til að villa almennum borgurum sýn í þessu efni. Ein af röksemdum þeirra í einkasamtölum gegn því, að þjóðin þurfi að tryggja sér styrk gegn inn- rás, er sú, að aldrei komi til mála að innrás verði gerð í vopnlaust land. Það má segja, að íslenzka þjóðin hafi aðeins tveim sinnum á allri vegferð sinni komizt í kynni

x

Ófeigur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.