Ófeigur - 15.08.1950, Qupperneq 24

Ófeigur - 15.08.1950, Qupperneq 24
24 ÖFEIGUR rótgróna menning Englendinga og Ameríkumanna og vel framkvæmdur agi yfirmanna hersins. Nokkur mun- ur var þó um almennt viðhorf á hinni mildu hersetu Breta og lögformlegu bandalagi Islendinga við Banda- ríkin. Bretar settu herbúðir sínar inn í bæina og gerðu flugvöll sinn með þeim hætti, að hann orsakar stór- fellda hættu á styrjaldartímum fyrir höfuðborg lands- ins. Ameríkumenn byggðu yfirleitt frá byrjun yfir lið sitt, og þar sem það var fjölmennast, eins og á Reykja- nesskaga, reistu þeir meginherbúðir sínar nokkuð frá byggðinni. Flugvöll sinn hinn mikla gerðu þeir á mjög afskekktum stað á eyðilandi. Kynni Islendinga við lið Engilsaxa urðu þroskandi á margan hátt, því að þar áttu Islendingar vin- samlegt samstarf við miklu fleiri vel mennta hæfi- leikamenn heldur en þeir höfðu áður átt að venjast um erlenda gesti. Eins og þetta tvíbýli var starfrækt, var vissulega ekki á því neinn Tyrkjaránsbragur og heldur ekki líkt kjörum fólks í Noregi, Danmörku eða Eystrasaltsríkjum þar sem nazistar og kommúnistar sköpuðu kaup og kjör. Á íslandi byrjaði hrein og bein gullöld á fjárhagslegan mælikvarða með hersetunni. Aldrei hafði verkamaðurinn þekkt svo hátt kaup eða framleiðendur til lands og sjávar þvílíkt verð fyrir af- urðir sínar. Búðirnar svignuðu undir margbreyttum forða hins f jölbreyttasta varnings. Ungt fólk fór hundr- uðum saman vestur um haf og naut þar margháttaðr- ar kennslu og fyrirgreiðslu. Ameríkumenn komu hing- að með furðulegar vinnuvélar til að ræsa fram land, brjóta óræktaða jörð og til að gera ódýra vegi. Upp- skipun, húsagerð, ræktun og vegagerð tók þvílíkum stakkaskiptum á fáum missirum eins og Aladinslampi hefði verið höndlaður og hagnýttur til að bæta landið og kjör fólksins. Þegar Engilsaxar fluttu lið sitt burtu, höfðu þeir haldið vel það heit, að hindra innrás nazista í landið og skila Islandi frjálsu. Þeir höfðu veitt íslending- um úrslitahjálp við frelsistökuna 1944, klætt þjóðina i góð klæði, veitt atvinnu í stórum stíl, gerbreytt verk- lagi og verkkunnáttu á þýðingarmiklum sviðum og skildu hér eftir í lausum aurum og mannvirkjmn 1000 milljónir króna fram yfir venjulegar framleiðslutekjur þessara ára. Þeir höfðu þannig afstýrt innrás hinna verstu bófa, sem kúguðu og þrælkuðu nánustu frænd-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Ófeigur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.