Ófeigur - 15.08.1950, Qupperneq 27

Ófeigur - 15.08.1950, Qupperneq 27
ÓFEIGUR 27 Þýzkalandi umfram lægstu hungurkröfur fólksins í þess- um héruðum, er flutt til Rússlands til að standa undir hinum mikla herbúnaði. Ekki tekur betra við hjá Eystrasaltsþjóðunum. Rússar sviku af þeim frelsið með táldrægum nauðungarsamningum, afvopnuðu lið þeirra og hersettu löndin. Síðan byrjuðu handtökur án dóms og laga. Hinir nýju valdhafar létu hermenn og lögreglu umkringja heimili þrekmesta og gáfaðasta fólksins í öllum þrem ríkjunum. Oftast voru þessi hermdarverk framin að næturlagi. Síðan voru foreldrar og börn tek- in fyrirvara- og skýringarlaust, aðskilin, sett í lokaða Vagna og flutt burtu. Þetta fólk sér heimkynni sín aldrei aftur. Þessar handtökur eru eins og gröfin. Engin frétt berst yfir línu dauðans eða úr útlegðarleiðangr- um rússnesku bolsivikanna. Síðan er rússneskt fólk flutt inn í auðu heimilin. Tilgangur valdhafanna er að brjóta niður allan viðnámsþrótt þessara þjóða. Þær eiga að deya, en yfirþjóðin að erfa landið.#) Fleiri dæmi úr stríðssögu síðustu ára og missira um hörmungar sem fylgja innrás og borgarastyrjöldum eru flestum enn í fersku minni. Síðasta vetur seinni heimsstyrjaldarinnar sóttu Rússar á að hrekja nazistá úr Norður-Noregi. Þjóðverjar urðu að láta undan síga suður á bóginn. Eyddu þeir þá alla Finnmörk, brendu öll hús, eyddu kvikfénaði og hröktu íbúana, en þeir voru hér um bil jafnmargir og íslendingar, undan í átt til Suður-Noregs. Hrundi flóttafólkið niður úr hungri og harðrétti í þessum ægilegu þjóðflutningum. Hers- höfðingi sá, sem stóð fyrir eyðingu í Finnmörk var sýkn- aður af stríðsglæpum í Nurnberg af því að verkið hefði verið afsakanlegt samkvæmt herlögum. Norðmenn hafa nú endurreist nálega öll hin eyddu heimili í Finnmörk á alþjóðarkostnað, og það, sem eftir lifði af fólkinu, er flest flutt aftur þangað, sem það hafði fyrr átt heima. Saga stríðsins í Finnmörk sýnir örlög friðsamra borgara í nútíma stríði þar sem tvö stórveldi berjast í landi þjóða, sem orðið hefir fyrir innrás. Borgarastyrjaldir *) Mjög merkur og þjóðlegur fræðimaður, prófessor Ólafur Lárusson, mótmælti amerískri hervemd og vitnaði í þjóðarrétt og fullveldisskýringar. Ef prófessorinn hefði þekkt nægilega ör- lög Eystrasaltsþjóðanna, þá hefði hann óskað eftir þúsund- faldri vernd Engilsaxa heldur en að leggja sina eigin þjóð á höggstokk með þessum fómarlömbum bolsivika.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Ófeigur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.