Ófeigur - 15.08.1950, Blaðsíða 40

Ófeigur - 15.08.1950, Blaðsíða 40
40 ÓFEIGUR að halda uppi samgöngum við Bandaríkin og Kanada en eiga sinn versta óvin í kafbátum og flugvélum frá Is- landi. Noregur og Danmörk mundu þegar í stað verða að gefast upp fyrir ofurefli Rússa þar sem þeim gæti engin hjálp borist vestan um haf. Innan skamms væru England og Bandaríkin ein eftir í meginbaráttu við Rússa og ættu við mikla erfiðleika að stríða til að geta haldið uppi samgöngum yfir hafið. Hinsvegar mundu Engilsaxar þegar í stað setja hafnbann á allar ofan- sjávarsamgöngur við ísland. Munu þau ríki hafa nægan herskipastól til þeirra aðgerða. Rússneski herinn yrði þá að lifa af landinu, nema að því leyti sem Rússar vildu láta kafbáta flytja olíu, benzín, vopn, og einhvern mat- vælaforða handa yfirmönnum sínum á íslandi. Setu- liðinu yrði vitaskuld ljóst frá byrjun, að það væri vígt dauða á fslandi, en hefði það hlutverk með höndum, að ganga af Atlantshafsbandalaginu dauðu. Ef Rússar gætu haldið íslandi, meðan landher þeirra væri að leggja meginland álfunnar undir sig væri náð þýðingar- miklum áfanga. En ef þeim tækist að halda íslandi missirum eða árum saman og slíta England að veru- legu leyti frá Ameríku, þá væri fslandsleiðangurinn þýðingarmesti þáttur í herntaðarframkvæmdum komm- únista til heimsyfirráða. Þá mundi rússneska her- stjórnin telja, að frá hernaðarsjónarmiði væri lítil fórn þó að enginn maður úr setuliðinu á íslandi kæmi aftur lifandi heim til ættlandsins. En þeim fávísu mönnum, sem halda að slíkt setuhð mundi færa íslendingum nýja gullöld eins og þá sem fylgdi liði Engilsaxa á íslandi 1940—45, skjátlast mjög hrapallega. Þeir menn komu til íslands sem bandamenn og að því er Bandaríkjamenn snerti með sérstökum samn- ingi. Hermenn Rússa kæmu sem dauðahersveit, fómað fyrir hin hærri herstjórnarsjónarmið ættjarðarinnar. Þeir yrðu að hfa að mestu af því, sem landið gæfi af sér. Karlmennirnir yrðu þrælar sigurvegaranna, meðan þeim yrði lífs auðið. Kvenfólkið yrði því ver sett þar sem það yrði að deyja þeim dauða, sem vel siðaðar konur telja í einu smánarlegan og hörmulegan. Hung- ur, þrældómur og hörmulegasta eymdarlíf, á leið að vesölum dauða, yrðu forlög íslenzku þjóðarinnar. Að lokum myndu Enghsaxar hafa þann vígbúnað, að þeir gætu sótt fsland heim, þrátt fyrir kafbáta og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.