Ófeigur - 15.08.1950, Qupperneq 42

Ófeigur - 15.08.1950, Qupperneq 42
42 ÓFEIGUR hinn mikli munur á aðstöðu íslands eða grannland- anna, Noregs, Svíþjóðar og Danmerkur. Öll þessi lönd eru svo að segja landföst við bolsivika. Eins og fyrr er að vikið, liggja rússneskir hervegir að norðurlanda- mærum Noregs og Svíþjóðar, yfir Finnland. Rússar geta látið ógrynni liðs streyma eftir þessum vegum, líkt og þegar Hitler tók Pólland 1939 með leiftursókn. Á sama hátt mundi her Rússa geta, eins og málum er nú komið, tekið Danmörku, annaðhvort yfir Holseta- land og Slésvík eða sjóleiðis. Eina von þessara land- föstu þjóða er að fá stórkostlega hernaðarhjálp, mjög bráðlega eftir að stríð yrði hafið, frá Bretlandi og Ame- ríku. Hvort unnt yrði að veita slíka hjálp, verður að miklu leyti háð því, hvort ísland er með frelsinu eða kúguninni. Það er miklum erfiðleikum bundið, að verja norrænu ríkin þrjú fyrir leiftursókn Rússa. En hafið sem lykur um Island, lokar fyrir fótgönguliði, en slíkar sveitir geta auðveldelga sótt að norrænu frændþjóðun- um. Rússnesk innrás á leið til Islands yrði undir þeim kringumstæðum að komast yfir hafið, brimgarðinn, þau herskip, er bíða í Hvalfirði, öflugt fluglið þar sem mest væri hættan og nokkur þúsund velbúinna hermanna. Undir þeim kringumstæðum hefði rússnesk innrás eng- in skilyrði til að geta heppnazt. Loftbardagar gætu orðið yfir Islandi. Kafbátar mundu sökkva skipum og bátum. Sprengjum kynni að vera varpað á byggðir og mannvirki. Stríðið myndi skaða þjóðina á ótal marga vegu. En höfuðólán siðaðra þjóða, innrás dauðavígðra sveita úr árásarlandi, mundi ekki ná til íslenzku þjóð- arinnar. Þess vegna er helgasta skylda allra þjóðræk- inna Islendinga að sameinast sem fyrst um þá kröfu til forráðamanna Atlantshafsbandalagsins, að þeir komi á fót hér á landi nægilegum vörnum móti innrás og gefi Islendingum kost á, eftir fólkstölu og efnum, að taka sér á herðar hlutfallslegan þátt af fórnunum við vöm ættjarðarinnar. Þá hefur þjóðin lokið síðasta þætti sjálfstæðisbaráttunnar á þann hátt, sem sæmir vel viti borinni þjóð með réttmæta virðingu fyrir fortíð sinni og sögu. XV. Tíu ráðherrar í fimm þjóðlöndum. Islendingar hafa ekki tekið skörulega á land- vamamálum sínum, síðan floti Breta hætti að
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Ófeigur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.