Ófeigur - 15.08.1950, Qupperneq 46
46
ÓFEIGUR
á sinni víglínu fyrir land og þjóð. Milli stríðanna kom
málið á nýjan grundvöll. Þá var byrjað að treysta á
þjóðabandalagið, Locarno-sáttmálann og ýmiskonar
friðarsamtök. Stúdentar í Oxford lýstu hátíðlega yfir,
að þeir vildu aldrei framar berjast fyrir konunginn
og ættjörðina. Þessi Oxford-ályktun var í augum Hit-
lers einhver fullkomnasta sönnun þess, að England væri
að hruni komið og þjóðin úrkynjuð, úr því að synir
leiðtoganna í landinu væru orðnir andvaralausir um
frelsi og sjálfstæði þjóðarinnar. Átti þessi sögulega
fundarályktun sinn þátt í að nazistar lögðu út í annað
heimsstríðið. Þegar hér var komið sögu, sat Baldwin
fastur í sessi sem stjórnarformaður. Mátti segja, að
leiðtogar allra borgaraflokkanna væru samsekir um
ábyrgðarleysið. Verkamannaflokkurinn hafði forgöngu
um undanhaldið, en forkólfar frjálslynda flokksins og
íhaldsmenn fylgdu dyggilega í kjölfarið. Frá því að
veldi Englands hófst og enska þjóðin tók forystu í
heimsmálunum, hafði yfirstétt landsins jafnan lagt höf-
uðáherzlu á öryggi þjóðarinnar. Nú var þetta breytt.
Barátta um atkvæði fjöldans kom hinum forna yfir-
ráðaflokki Breta til að sofna á verðinum. Baldwin verð-
ur um allan aldur eitt hið sorglegasta dæmi um flokks-
foringja, sem er atkvæðasmali í leit að fánýtum skyndi-
völdum, er lætur straum augnabliksins bera sig fram
af svarta bakkanum. Sendiherrar og ræðismenn Breta
sendu heim ýtarlegar skýrslur til Éaldwins, og síðar
til Chamberlains, um hinn tryllta vígbúnað Hitlers, og
að nazistar legðu meginstund á að eyðileggja enska
heimsveldið og gera Bretland að leppríki Þýzkalands.
Allir menn með sæmilega þekkingu, hvar sem var ut-
an Englands, sáu glögglega hvað nazistar höfðu í huga,
enda væri synd að segja, að þeir væru myrkir í máli
um fyrirætlanir sínar eða hina takmarkalausu fyrir-
litningu sína á stjórnarformi þingstjórnarlandanna og
vinnubrögðum forystummanna þeirra. En ekkert megn-
aði að vekja leiðtoga þingstjórnarlandanna. Þeir litu á
augnabliksþægindin og atkvæðaveiðar í sambandi við
næstu kosningar. I lýðræðislöndum álfunnar var ekki
nema einn meiriháttar stjórnmálamaður sem sá hætt-
una og skildi hvert stefndi. Það var Churchill. Hann
varaði þjóð sína við hættunni, sem vofði yfir Bret-
landi og öllum frjálsum þjóðum. Hann talaði um hætt-