Ófeigur - 15.08.1950, Qupperneq 60

Ófeigur - 15.08.1950, Qupperneq 60
60 ÓFEIGUR hann Morgunblaðið hafa eftir sér mjög kurteisar en alvarlegar bendingar um, að nú yrði hver þjóð að treysta varnir sínar, ef hún vildi halda frelsi sínu og verðmætum menningarinnar. Bjarni Benediktsson fór litlu síðar vestur um haf, á fund með hinum ráðherr- um bandalagsins. Aldrei hafði áhugi þingstjómarþjóð- anna fyrir traustum vörnum gegn innrás Rússa verið meiri en þá enda var ákveðið að koma vörnum banda- lagsþjóðanna í miklu fastara horf en áður. Eftir að Bjarni Benediktsson kom heim. lét hann þess getið, bæði í blöðum og útvarpi, að Kóreustyrjöldin hefði þokað öllum hinum frjálsu þjóðum saman í styrka varnarfylk- ingu. Ekki lýsti hann yfir ákveðnum tillögum varð- andi aðstöðu íslands í þessu efni, enda var þess varla að vænta, en svo mikil alvara lá bak við orð ráðherr- ans, að auðsætt var, að hann mundi ekki lengur geta gegnt fulltrúastarfi fyrir þjóðina í Atlantshafsbanda- laginu nema með því, að íslendingar hættu að vera sér og öllu bandalaginu ónógir í frelsismálunum. Eftir stutta stund átti Alþingi að koma saman. Var þá svo komið, að goluþyturinn úr borg og bæ þótti líklegur til að knýja jafnvel hina svefnhöfgustu þingmenn borg- aranna úr þjónustuaðstöðu hjá óvinum lands og þjóðar. XVII. Kemur Bandaríkjalier hingað óboðinn? Eftir að uggur tók að vaxa í landsmönnum út af framkomu Rússa í heimsmálunum, kom í Ijós, að all- ur almenningur gerðist mjög fús á að fá hingað vernd- arlið frá Bandaríkjunum. En tvær stefnur voru uppi um hvernig þann atburð skyldi bera að. Vildu sumir, að ríkisstjórnin færi þess á leit við ráðamenn í Atlants- hafsbandalaginu að hér yrði, fyrir tilverknað banda- lagsins, komið við vörnum, sem hindruðu innrás af hálfu Rússa. Þetta var hin eðlilega ósk frá hálfu lands- manna. Jafníramt voru aðrir menn, sem óttuðust stór- yrði og brigzl kommúnista um of mikla fylgispekt við Engilsaxa. Þessir menn óskuðu heitt og innilega, að Truman tæki landið með hernámi, líkt og Churchill gerði í byrjun síðasta stríðs. Með þessu móti töldu þessir menn að öllu væri borgið. ísland hefði fengið hervernd án þess að þjóðin hefði þurft að biðja um hjálpina. Is- land væri hersett og á valdi Bandaríkjanna en íslenzka
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Ófeigur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.