Ófeigur - 15.08.1950, Side 68

Ófeigur - 15.08.1950, Side 68
68 ÖFEIGUR ið og þjóðfélagið er hvarvetna á flótta. Vinnugleði og sparsemi eru á mörgum sviðum „fornar dyggðir“. Rík- ið og bæjarfélögin eru flækt í margháttaðar atvinnu- framkvæmdir, sem fara í handaskolum. Skuldir og ábyrgðir hafa vaxið úr hófi fram. Þjóðfélagið blandar sér á þúsund vegu í daglegt líf borgaranna, en hefur þó ekkert vald til að stjórna. Hinar ýmsu harðskipu- lögðu stéttir líta á ríki og bæjarsjóði eins og nýrek- inn hvalskrokk, þar sem allir eigi að veita aðgöngu til að ná sem ríflegastri þjós til eigin afnota. Að lok- um er svo komið, að þjóðfélagið getur ekki aflað sér og börnum sínum daglegra þarfa, heldur réttir stöð- ugt fram hönd eftir gjöfum til að bæta úr hversdags- þörfum fólksins. í ofanálag á annan ófarnað hefur þjóðin nú í nokkur ár beðið eins og mannlaust vígi eftir því að geta orðið þræll hinna mestu kúgara og hættustaður fyrir allar frjálsar þjóðir. Nú virðist þjóð- in vera að vakna og gerast líkleg til að hrinda af sér forræði hinnar austrænu fimmtuherdeildar, sem hefur verið hinn sanni stjórnarflokkur meðan hrunið var að gerast. Upp úr hinu hálfhrunda, máttlausa lýðveldi frá 17. júní 1944, þarf að koma nýtt ríki, þriðja lýð- veldið. Fyrsta sporið á þeirri leið er að tryggja land- ið gegn innrás landræningja og öllum þeim hörmung- um, er af því leiða. Síðan mun eðlileg ,,nýsköpun“ fylgja á öðrum sviðum þjóðlífsins. Hið gullna augnablik er ekki með öllu liðið hjá. Það getur komið innan skamms. Hver kona í landinu, sem vill forðast að líða meiri þján- ingar heldur en þrældóm og dauða, getur með aðstoð vandamanna sinna haldið áfram því nauðsynlega en erfiða starfi, að flytja alla þjóðina, og þá einkum for- ystumennina, frá sljóu dáðleysi undir verndarhjúp bolsivismans, í betri heim, þar sem þráin eftir frelsi og manndómi stýrir gerðum borgaranna í landinu. Þann- ig taka vitrar og dugandi þjóðir móti glæsigjöfum gull- inna augnablika. Afgreiðsla Landvamar: Laugavegi 18 A, Reykjavík. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jónas Jónsson frá Hriflu. Prentað í Steindórsprenti h.f., Tjarnargötu 4, Reykjavík.

x

Ófeigur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.