Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Qupperneq 4

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Qupperneq 4
Frá ritstjóra „Lærum af fortíðinni," segir öldungurinn á kápu tmm en myndin er hluti af listaverki eftir Val- gerði Jónasdóttur. í tímaritinu er á ýmsan hátt fjallað um hvernig (slendingar leita að grundvelli sjálfsmyndar sinnar í fortíðinni og skapa sér í raun þjóðerni. Valdimar Tr. Hafstein vekur athygli á því hvernig sjálfsmynd þjóða, með hefðum og siðum, er búin til - sköpuð í þágu samtímans. íslensk menning er ekki aðeins það sem við getum virt fyrir okkur í Þjóðmenningar- húsinu við Hverfisgötu, hún er ekki einsleit og sagan ekki átakalaus. Það er ekki sama hvernig fortíðin er mynduð því á henni byggist framtíðin en ef marka má orð Valdimars er þessu einnig öfugt farið: .að framtíð skal hyggja er fortíð skal byggja". Sjálfsmyndin er líka viðfangsefni Bjarna Bjarnasonar í greininni „íslandsmýtan". Bjarni virðir fyrir sér Fjalla-Eyvindana sem vaða uppi í íslenskri menningu og bregður sér að lokum í gervi eins þeirra til að fullnægja útlendingum í leit að „ekta" nútíma-íslendingnum. Fortíð og samtíð fléttast skemmtilega saman í grein Katrínar Jakobsdóttur en hún fjallar um rapp sem hluta af íslenskri menningu. Það er greinilegt að fáir eru jafnþjóðlegir nú til dags og rappararnir sem tekið hafa gömlu rímnamenn- inguna upp á sína arma. Tónlistin kemur líka við sögu í grein Michaels S. Gibbons þar sem borg- aralegir bóhemar eru teknir á beinið. Þessir fjöl- menningarvitar nútímans þykjast vera alætur á menningu en útiloka þó ákveðinn samfélags- hóp. Úti í kuldanum verða fátækir og illa mennt- aðir hvítir menn, „hvítaruslið" svokallaða. Gibbons kallar andúð elítunnar á hvítaruslinu friðþægingu nýrraryfirstéttar sem á siðferðilega og hugmyndafræðilega erfitt með að njóta for- réttinda sinna á kostnað lágstéttanna. Viðhorf elítunnar endurspeglast einna best í tónlistarsmekk hennar. Hún hlustar á tónlist annarra landa eða gamalla tíma en fordæmir tónlist pöpulsins; kántrý, þungarokk, gospel og rapp. Ef til vill hefur íslenskum röppurum tekist að finna leið framhjá þessu. Gamla íslenska alþýðutónlistin, rímurnar, er runnin saman við bandaríska lágstéttartónlist og útkoman er spennandi, fjölmenningarlegur bræðingur. Áhugavert samspil fortíðar og nútíðar er einnig umfjöllunarefni Olgu Hotwniu í grein um Hringadróttinssögu og Völuspá. Gandálfur er lík- lega íslendingur þegar öllu er á botninn hvolft, náfrændi álfanna í Snorra-Eddu. Bókmenntirnar koma annars úr ýmsum áttum í þetta sinn; íslensk Ijóð, hryllingsbarnabækur, sæberpönk, smásaga og stílfræði. Þetta hefti tmm telst vera 3. og 4. hefti 64. árgangs. Það er jafnframt sfðasta heftið sem Edda - útgáfa stendur að. Tímarit Máls og menningar hefur komið út í ýmsum myndum, allt frá því það var lítill bæklingur á fjórða ára- tugnum. Ritið hefur vaxið og dafnað, gildnað og grennst til skiptis, og ýmist siglt lygnan sjó eða úfinn. Fjöldi ritstjóra hefur staðið í brúnni og þeir eru óteljandi höfundarnir sem lagt hafa blaðinu til efni. Tímaritið hefur jafnan gefið góða mynd af því sem efst er á baugi í bókmenntum og samfélagsrannsóknum. En tmm hefur líka orðið að sætta sig við breytt samfélag og nýjar „menningarneysluvenjur". Þar hefur stundum steytt á skeri - en aldrei svo að brotnaði. Framtíð tímaritsins hefur einkum oltið á vel- vilja tveggja aðilja: áskrifenda og eigenda. Nýir eigendur útgáfufyrirtækisins Eddu hafa nú komið tímaritinu í góðar hendur í von um að hægt verði að gefa það út áfram. Bókmenntafé- lagið Mál og menning hefur allar forsendur til að gefa út bitastætt tímarit. Margir fylgjast með framtaki þess af eftirvæntingu og eru tilbúnir að taka þátt í að móta og styrkja tmm. Félagið virð- ist því hafa meðbyrinn sem þarf. Niðurstaðan ræðst þó ekki síður af viðbrögðum áskrifenda og annarra kaupenda.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.