Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Page 6

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2003, Page 6
Ágúst Borgþór Sverrisson Fyrsti dagur fjórðu viku Smásaga 9:30 Klósettmottan, tjásuleg græn rýja sem á að liggja á flísunum uppi við klósettrörið, hálfhring- ur sveigður inn í hana sem fellur að rörinu þar sem það nemur við gólfið. En mottan er aldrei á sínum stað, í besta falli liggur hún rétt hjá kló- settinu, í versta falli í kuðli úti í horni. Hefði hann verið spurður að því fyrir nokkrum vikum hvort það væri salernismotta heima hjá honum hefði hann ekki getað svarað spurningunni. Núna rifj- ast upp fyrir honum að hann hefur séð konuna taka þessa mottu úr þvottavélinni og hengja hana upp á snúru. Gott ef hann hefur ekki sjálf- ur gert það einhvern tíma án þess að leiða að því hugann hvað þetta væri, þetta blauta græna stykki. Hvers vegna í ósköpunum er svona motta til? Er betra að pissið sem fer út fyrir lendi á grænni mottu svo hún mettist af hlandi? Konan skrúbb- ar líka flísarnar um hverja helgi, finnst henni betra að þurfa bæði að gera það og setja mott- una í þvottavélina? 10:00 Kyndingin. Geislahitun angrar mann ekki á með- an hann leiðir ekki að henni hugann. Hingað til hefur hann haft um annað að hugsa. En núna, þegar hann er heima um hábjartan dag í stað þess að koma heim um kvöldið með hugann ennþá í vinnunni, núna þegar hann er skyndi- lega einn með sjálfum sér og þessu húsi, þá tekur suðið í hitaleiðslunum skyndilega að láta mjög hátt í eyrum og minnir hann á það að ekki eru neinir miðstöðvarofnar í húsinu, hitaleiðsl- urnar eru inni í veggjunum. Þetta sló hann óþyrmilega þegar þau keyptu raðhúsið á sínum tíma, vakti honum öryggisleysi í stutta stund og svo fylgdi sagan um slysið sem varð einu sinni í endaraðhúsinu, hann hafði sjálfur séð stóra rakablettinn í eldhúsinu þar. Hann hefur ekki hugsað um þetta í mörg ár. En hvað ef eitt rörið myndi springa í dag? Á morgun? Eftir mánuð? Einhvern tíma þegar minnst varir? Heitt vatnið flæðir inn í steypuna og molar hana, á stuttum tíma verður ástandið eins og í saggafullum kjallara. Húsið gæti jafnvel allt eyðilagst. 10:30 Byrjaði að dropa úr eldhúskrananum áður en hann missti vinnuna eða tók hann bara ekki eft- ir því áður? Hann skrúfar fast fyrir bæði heitt og kalt, eins fast og hann getur, en dropafallið minnkar ekkert. Það er rörtöng niðri í geymslu og hann ætti að geta lagað þetta, en tilhugsun- in um að reyna það og mistakast er meira en sjálfstraustið getur borið þessa dagana, svo hann lætur það ógert. En dropafallið hækkar sí- fellt í hlustunum við undirleik suðsins í hita- leiðslunum og þetta er tónlistin við myndina af klósettmottunni í huganum. 11:00 Hvernig á hann að klæða sig núna? í skápnum er safn af ódýrum jakkafötum, stökum jökkum og buxum, skyrtum og bindum. Þetta eru vinnu- fötin sem hann hefur klætt sig í daglega árum saman, umhugsunarlaust, af handahófi, næst- um án þess að sjá það sem hendurnar drógu út úr skápnum hverju sinni. En þar sem hann á ekki erindi á ráðningarskrifstofu í dag og þarf ekki einu sinni að skreppa í banka, hefur ekkert annað tilefni til að fara út en að losna úr háværri þögn hússins, þá virðist það ekki eiga við að klæða sig eins og vanalega, það myndi virka eins og kjánaleg afneitun á ástandinu. En ef hann fer í gallabuxur eða íþróttagalla, þá er það eins og yfirlýsing um að hann sé orðinn óvirkur. Eftir langa umhugsun fer hann milliveg, klæð- ir sig í blá jakkaföt og Ijósbláa skyrtu en sleppir bindinu. Hann er sáttur við spegilmyndina: bláu

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.